Ráðunautafundur - 15.02.1995, Blaðsíða 97
89
Hillestad 1994). Annar vandi í sambandi við próteinorkuhlutfall fóðursins er að það er gefið
upp ýmist sem hlutfall próteins eða meltanlegs próteins og HO, MO eða BO. Þetta gerir það
að verkum að erfitt eða ómögulegt er að ber saman niðurstöður úr mörgum tilraunum sem
gerðar hafa verið. Það er því lítið vitað um hvaða hlutfall er best fyrir mismunandi laxfiska-
tegundir.
Eins og áður hefur komið fram hefur fituinnihald í laxafóðri verið að aukast á undan-
förnum árum sem hefur orsakað lægra próteinorkuhlutfall. Þetta hefur víða orsakað aukna
fitusöfnun hjá laxi. Bráðabirgðaniðurstöður rannsókna á Rannsóknastofnun landbúnaðarins,
sem unnar hafa verið í samvinnu við Fóðurblönduna hf., hafa sýnt að hjá bleikju er bestur
vöxtur á seiðastigi þegar fóðrið inniheldur mikið prótein (50%) og mikla fitu (23%), þ.e.
seiðin þrífist best á svipuðu fóðri og laxar, en eftir því sem fiskurinn vex hefur fituinnihaldið
minni áhrif og eftir að 300 g þunga er náð virðist vöxturinn ákvarðast að mestu leyti af
próteinmagni fóðursins.
Þær niðurstöður sem draga má af þeim upplýsingum sem íyrir liggja eru þó aðallega þær
að þekking á þörfum laxfiska fyrir orku og prótein sé meira og minna í molum og þær
tilraunaniðurstöður sem fyrir liggja séu mjög takmarkaðar. Eflaust er þó mikið af upplýsingum
til um þetta úr tilraunum sem gerðar hafa verið á vegum erlendra fóðurframleiðenda, en þær
eru ekki aðgengilegar öðrum viðskiptavinum þeirra.
HEIMILDIR
Anders Skrede (1979). Utilization of fish and animal byproducts in mink nutrition. IV. Fecal excretion and
digestibility of nitrogen and amino acids by mink fed cod (Gadus morrhua) fillet or meat-and-bone meal. Acta
Agriculture Scandinavica 29: 241-247.
C.Y. Cho og S.J. Kaushik (1985). Effect of prótein intake on metabolizable and net energy values of fish diets. f:
Nutrition and Feeding in Fish (ritstj. C.B. Cowey, Mackie, Bell). Academic Press, London, bls. 95-117.
C. Y. Cho og S.J. Kaushik (1990). Nutritional energetics in fish: Energy and protein utilization in rainbow trout
(Salmo gairdneri). World Review of Nutrition and Dietetics 61: 132-172.
Clive Talbot (1994). Fðringsregimer for laksefisk. Norsk Fiskeoppdrett 2a-94: 42-44.
D. D. Gulley (1980). Effect of mineral ash content of Atlantic menhanden meal (Brevoortia tyrannus) digestibility
by rainbow trout (Salmo gairdneri). J. Col-AVyom. Acad. Sci. 12(1): 17.
Erland Austreng (1981). Fðring av Iaksefisk. í: Oppdrett av laks og aure (ritstj. Trygve Gjedrem). Land-
bruksforlaget, Oslo, bls. 202-249.
Harald Mundheim og Johannes Obstvedt (1989). Effect of dietary level of protein and fiber on apparent protein
digestibility in the rainbow trout (Oncorhynchus mykiss) and salmon (Salmo salar) and comparison of protein
digestibility in mink (Mustela vison), rainbow trout and salmon. Proceedings, Third International Symposium on
Feeding and Nutrition in Fish, Toba, Japan, bls. 195-200.