Ráðunautafundur - 15.02.1995, Blaðsíða 181
173
RÁÐUNAUTAFUNDUR 1995
Vetrarþol vallarfoxgrasstofna
Bjarni E. Guðleifsson
Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Möðruvöllum
INNGANGUR
Álag á jurtir að vetri getur verið margvíslegt en er þó yfirleitt tengt veðráttunni. Samnefni
slíkra skemmda er kal. Helstu álagsþættir á túnjurtir eru frost, svell, rotsveppir, flóð, þurrkur
og holklaki. í samræmi við þetta búa túnjurtir yfir mismiklu vetrarþoli, sem deilist upp í
frostþol, svellþol, rotþol, flóðþol, þurrkþol og klakaþol. í heild virðast þessir mismunandi
þættir vetrarþols fylgjast að. Þannig vex þol jurta gegn öllum þáttum vetrarþols þegar hún
harðnar að hausti og frostþolnir stofnar eru yfirleitt einnig svellþolnir, rotþolnir og flóðþolnir.
Þó eru undantekningar frá þessu samhengi. Til dæmis fannst ekki samband milli frostþols og
svellþols hjá refasmára (5) og grösum (3) en í vetrarkomi virðist svellþol fylgja bæði frostþoli
og flóðþoli, en frostþol og flóðþol em minna tengd (2). Þetta bendir til þess að svellkal sé
sambland af frostskemmdum og köfnun, en að frostþol og flóðþol séu hins vegar tveir eigin-
leikar sem ekki erfast að öllu leyti saman.
Vegna þess að erfiðlega hefur gengið að mæla vetrarþol í útitilraunum, og einnig vegna
þess að menn vilja leggja mismikla áherslu á hina ólíku þolþætti eftir svæðum, hafa verið
þróaðar rannsóknastofuaðferðir þar sem frostþol, svellþol, rotþol og flóðþol jurta em mæld.
Reynist þessar aðferðir vel væri mögulegt að kynbæta jurtir með þann þátt vetrarþols sem
hentaði best fyrir hvert svæði. Aðferðirnar fela yfirleitt í sér fjögur þrep; (a) sáningu og upp-
eldi plantnanna, (b) hörðnun, (c) þolprófun og (d) endurvöxt og mat á skemmdum. Aðferð-
imar em mismunandi og hafa ekki verið bornar saman né notagildi þeirra kannað.
Samnordisk Planteforedling (SNP) gekkst því fyrir því að veita fjármagni til rannsókna á
þessum aðferðum og hófúst þær árið 1989 og beindust fyrst að vetrarkomi en síðari hluti
verkefnisins beindist að túnjurtum. Á ámnum 1991-1994 vom því gerðar samnorrænar
rannsóknir á mælingum á vetrarþoli tólf stofna af vallarfoxgrasi, vallarrýgresi og rauðsmára.
Norræni Genbankinn (NGB) tók við hlutverki SNP og lagði fram fjármagn til rannsóknanna
og vom lagðar út tilraunir á öllum Norðurlöndunum nema Danmörku. Var sáð til tilrauna á 2-
4 stöðum í hveiju landi árin 1991, 1992 og 1993 og þolið metið í 2-3 ár í hverri tilraun.