Milli mála - 01.06.2016, Blaðsíða 31
ANTON KARL INGASON, EINAR FREYR SIGURÐSSON, JIM WOOD
Milli mála 8/2016 31
atburðarins, þ.e. þau kveða nánar á um merkingu fasta orðasam-
bandsins í heild enda er ekki hægt að brjóta það upp í mismunandi
hluta. Ef Jóhannes tekur mikinn þátt í mótinu þýðir það að hann
hafi gert mikið, t.d. með því að tefla margar skákir. Ef hann tekur
einhvern þátt í því, þá tekur hann þátt í því að einhverju leyti.
Augljósasta túlkunin á einhvern er e.t.v. að hann hafi teflt einhverjar
umferðir í mótinu. Það er, þrátt fyrir að magnorðið standi með and-
laginu kveður það ekki nánar á um það heldur nánar á um merk-
ingu orðasambandsins í heild. Þannig fáum við sömu merkingu og
þegar við notum magnliði sem viðhengi sagnliðar, svo sem í setn-
ingum á borð við Jóhannes hafði eitthvað tekið þátt í skákmótinu þegar
hann þurfti að hætta (hér notum við hjálparsögn til að sýna að eitthvað
stendur ekki með nafnorðinu þátt eins og mætti e.t.v. halda í setn-
ingunni Jón tók eitthvað þátt í skákmótinu). Sömu sögu er að segja af
fasta orðasambandinu rífa kjaft í (40b); þar kveður ákvæðisorðið
nánar á um atburðinn, t.d. í hve miklum mæli það var sem María
reif kjaft við mig.
5. Fasar
Sú hugmynd hefur lengi verið við lýði í generatífri málfræði að mál-
fræðileg afleiðsla sé hringvirk (e. cyclic). Tiltölulega nýleg útfærsla
á þessu (Chomsky 2000, 2001, 2008) er að afleiðslan fari fram í
áföngum sem kallaðir eru fasar (e. phases) (Heimir Freyr Viðarsson
2009 þýðir þetta sem áfangabundna afleiðslu). Þessi kafli kynnir
fasa sem fræðilegt verkfæri og setur þá í samhengi við túlkun fastra
orðasambanda. Í fasakenningunni (e. phase theory) eins og hún er sett
fram hjá Chomsky er gert ráð fyrir að t.d. tengiliðir (e. comple-
mentizer phrase, CP) séu fasar en tíðarliðir (e. tense phrase, TP) séu það
ekki. Þá segjum við að haus tengiliðar (e. complementizer, C) sé fasa-
haus. Hlutverkshausinn sem markar jaðar sagnliðar, kallaður (litla)
v (e. (little) v), er einnig fasahaus (sagnliðurinn vP er sem sagt fasi)
og þá er oft einnig gert ráð fyrir að ákveðniliðir (e. determiner phrase,
DP) séu fasar (Svenonius 2004, 2005, Chomsky 2008) og það
gerum við einnig. Sumir fræðimenn gera enn fremur ráð fyrir því
að nafnliðir (e. noun phrase, nP) séu fasar (sjá Marantz 2001, 2007)
en það sem sagt er í þessari grein samræmist hvort heldur sem er