Milli mála - 01.06.2016, Blaðsíða 183
MARGRÉT JÓNSDÓTTIR
Milli mála 8/2016 183
c. […] og ástarmálum milli þeirra Karls Victors Bertelskjölds
og Ester Larssons.
Sögur herlæknisins V. bindi 1908, bls. 5
d. Augu Esters brunnu.
Sögur herlæknisins V. bindi 1908, bls. 209
e. Hann leit til Ester við og við en sagði ekkert.
Norðurland 12. árg. 1912, 4. tbl., bls. 168; timarit.is
Sambærileg dæmi má finna allt til nútímans. Sá munur er hins
vegar á dæmunum í (4) og í (5) að í (5) er ávallt verið að vísa til
samtímakvenna, lifandi vera. Fyrst koma dæmi um s-eignarfall.
(5) a. […] sem léti samkvæmt ráði Esthers […]
Alþýðublaðið 19. árg. 1938, 93. tbl., bls. 2; timarit.is
b. Gleðileg jól! Snyrtistofa Önnu og Esters […]
Þjóðviljinn 17. árg. 1952, 292. tbl. II, bls. 10; timarit.is
c. Börnin hafa notið aðstoðar handavinnuleiðbeinenda, Esters
Jónsdóttur og Kristínar Magnúsdóttur […]
Morgunblaðið 78. árg. 1991, 95. tbl., bls. 46; timarit.is
d. 13-17 tap hefði dugað sveit Esthers til sigurs í mótinu.
Morgunblaðið 90. árg. 2002,
Morgunblaðið B, bls. 28; timarit.is
Hér verður að gera athugasemdir við tvennt. Snyrtistofan, sbr. (5b),
sendi sumarkveðju í Þjóðviljanum vorið 1953 (18. árg., 90. tbl. I,
bls. 11; timarit.is). Þá hét hún Snyrtistofa Önnu & Ester. Í frásögn
Morgunblaðsins af briddsmótinu, sbr. (5d), kemur Esther nokkrum
sinnum við sögu. Eignarfallið er alltaf (þrisvar) með -ar nema í
þessu eina dæmi sem hér er sýnt. Enn og aftur kemur í ljós að
beygingin er á reiki.
Í (ómerktum) málfarsþætti í Vísi í apríl 1956 (Vísir 46. árg., 92.
tbl., bls. 6; timarit.is) var sagt að rangt væri að hafa nöfn eins og
Ester, Íris, Lóló og Rut óbeygð og í þætti sama efnis 27. nóvember
sama ár (269. tbl., bls. 4; timarit.is) bættist Maggý í hópinn. Í þætti
Árna Böðvarssonar, Íslenzk tunga, í Þjóðviljanum 1958 (23. árg., 63.
tbl., bls. 6; timarit.is) tveimur árum síðar var drepið á ýmislegt sem
varðar beygingu eiginnafna. Þar koma Ester og Rut við sögu.