Milli mála - 01.06.2016, Blaðsíða 298
AÐ IÐKA HEIMSPEKI ER ÍGILDI ÞESS AÐ LÆRA AÐ DEYJA
298 Milli mála 8/2016
og láta okkur finna hreint og ljúft bragð þess, en án þess slokknar
allur annar unaður.
Af þessum sökum mætast allar reglur og eiga við um þetta at-
riði. Og þótt þær leiði okkur líka allar í kór að því að líta niður á
sársaukann, fátæktina og önnur óhöpp sem henda mennina, þá er
það ekki á sama hátt, bæði vegna þess að ekki er víst að þessir at-
burðir séu óumflýjanlegir (flestir fara í gegnum lífið án þess að
kynnast fátækt, og enn aðrir án þjáningar og sjúkdóma, eins og
tónlistarmaðurinn Xenofilos sem lifði heilsuhraustur í hundrað og
sex ár) en líka vegna þess að í versta falli getur dauðinn bundið enda
á lífið, þegar okkur hentar, og komið í veg fyrir öll önnur óþægindi.
Og hvað dauðann snertir þá er hann óumflýjanlegur.
Omnes eodem cogimur, omnium
Versatur urna, serius ocius
Sors exitura et nos in œternum
exitium impositura cymbœ.6
Og af því leiðir að ef dauðinn vekur með okkur ótta þá er það
stöðug uppspretta þjáningar sem ómögulegt er að lina. Hann sækir
að okkur úr öllum áttum, við getum snúið höfðinu hingað og
þangað án afláts eins og í óvinalandi7: „quœ quasi saxum Tantalo
semper impendet“.8 Dómstólar okkar láta oft taka glæpamenn af lífi á
þeim stað sem þeir frömdu ódæðið: á leiðinni þangað skuluð þið
láta þá ganga meðfram fallegum húsum, gefið þeim eins mikið af
góðum mat og þið viljið,
non Siculœ dapes
Dulcem elaborabunt saporem,
Non avium cytharœque cantus
Somnum reducent.9
haldið þið að þeir geti glaðst yfir því og að endanlegur tilgangur
6 [Öll færumst við í átt að sama stað, örlög okkar ráðast í kerinu (urna), þaðan fregnast þau fyrr en
síðar og láta okkur stíga um borð í bát hins eilífa dauða. Hóratíus, Carmina, II, iii, 25–28]
7 Hér þýðir Montaigne úr verki Senecu, Epistulae morales ad Lucilium, LXXIV.
8 [Þetta er eins og bjargið sem vofir ávallt yfir Tantalos. Cicero, De finibus, I, 18].
9 [veislur á Sikiley munu ekki kitla bragðlaukana, hvorki fuglasöngur né leikur lýrunnar munu færa
svefn, Hóratíus, Carmina, III, i, 18–20]