Milli mála - 01.06.2016, Blaðsíða 301
MICHEL DE MONTAIGNE
Milli mála 8/2016 301
gekk inn, og milli kvenmannslæra dóu Cornelius Gallus, pretor,
Tigillinus, varðstjóri í Róm, Ludovico, sonur Guido Gonzaga, sem
var markgreifi af Mantúa, og annar sem er enn síður til fyrir-
myndar, Spevsippos, platónskur heimspekingur, og einn af páfun-
um okkar. Þegar vesalings Bebius dómari var að veita málsaðila
vikufrest klófesti dauðinn hann þar sem lífstími hans var úti. Og
Caius Julius, læknir, var að bera smyrsl í augu sjúklings þegar
dauðinn kom og lokaði hans eigin augum.18 Og ef ég þarf að blanda
sjálfum mér í þetta þá fékk bróðir minn, kafteinn Saint-Martin,
aðeins tuttugu og þriggja ára að aldri en sem hafði þá þegar sannað
ágæti sitt, prikshögg sem lenti rétt fyrir ofan hægra eyrað þegar
hann var í lófaleik; hann hlaut hvorki sár né marblett og þurfti
hvorki að setjast né hvíla sig en fimm eða sex stundum síðar dó
hann úr heilablóðfalli af þessum sökum. Hvernig er hægt, þegar við
höfum þessu mörgu dæmi og hversdagslegu fyrir augunum, að
losna undan hugsuninni um dauðann og finnast ekki á hverju
andartaki að hann haldi um hálsmálið?
Hverju skiptir það, munuð þið segja, hvernig dauðann ber að, ef
maður hefur ekki þungar áhyggjur af honum? Það er mín skoðun,
og hvernig sem hægt er að skýla sér fyrir höggum, þá myndi ég ekki
hika við það, jafnvel undir kálfskinni.19 Því mér nægir að líða vel;
ég kem mér eins vel fyrir og hægt er og sætti mig við það sem ég
hef, sama hversu skammarlegt og lítt til fyrirmyndar ykkur getur
þótt það,
prœtulerim delirus, inérsque videri,
Dum mea delectent mala me, vel denique fallant,
Quam sapere et ringi.20
En það er firra að halda að sú leið sé vænleg. Þeir koma og fara, þeir
hlaupa, dansa, en engar fréttir af dauðanum. Allt er þetta fallegt. En
þegar dauðinn kemur, til þeirra, eiginkvenna þeirra, barna eða vina,
óvænt og þegar síst skyldi, þvílík þjáning, óp, reiði og örvænting
18 Þessi dæmi fær Montaigne úr ýmsum áttum, meðal annars frá Pliniusi eldri (Naturalis Historia eða
Náttúrurannsóknir) og safnritum eftir samtímamenn sína.
19 Kálfskinn er andstæða við ljónsfeld, sem var tákn hugrekkis.
20 [Frekar vil ég vera talinn heimskur eða fávís, svo lengi sem mistök mín eru ánægjuleg þótt þau
séu óheppileg, en að vera vitur og skapillur. Hóratíus, Epistulae, II, ii, 126–128]