Milli mála - 01.06.2016, Blaðsíða 308
AÐ IÐKA HEIMSPEKI ER ÍGILDI ÞESS AÐ LÆRA AÐ DEYJA
308 Milli mála 8/2016
fyrir skref, niður aflíðandi brekku, sem við finnum varla fyrir, hún
vefur þessu auma ástandi um okkur og lætur okkur venjast því,
þannig að við finnum engin ónot þegar æskan deyr innra með
okkur, en það er í raun og sann þungbærari dauði en þegar lífi fullu
söknuðar lýkur og ellin tekur enda. Auk þess er stökkið frá því að
vera þjáður til þess að vera ekki til minna en stökkið frá því vera í
blóma lífsins til þess að vera aumur og kvalinn.
Boginn og beygður líkami hefur minna þrek til að bera byrðar;
það á einnig við um sálina: það þarf að þjálfa hana og ala upp í að
mæta krafti þessa óvinar. Þar sem ómögulegt er að hún hvílist
meðan hún óttast hann getur hún, ef hún kann að verjast honum á
þennan hátt, státað sig af því að ómögulegt sé að merkja óróleika,
kvíða, ótta, eða gremjuvott innra með henni, en það er nokkuð sem
er nánast ofar mannlegu hlutskipti,
Non vultus instantis tyranni
Mente quatit solida, neque Auster,
Dux inquieti turbidus Adriœ,
Nec fulminantis magna Jovis manus.43
Sálin hefur stjórn á ástríðum sínum og fýsnum, örbirgð, skömm,
fátækt og öðru óláni sem örlögin færa okkur. Reynum allir sem
einn að ná þessum ávinningi: Þar er hið raunverulega og sanna frelsi
sem gerir okkur kleift að ögra kraftinum og óréttlætinu og hæðast
að rimlum og hlekkjum:
in manicis, et
Compedibus, sœvo te sub custode tenebo.
Ipse Deus simul atque volam, me solvet: opinor,
Hoc sentit, moriar. Mors ultima linea rerum est.44
Tryggasta mannlega undirstaða trúar okkar er fyrirlitning á dauð-
anum. Rödd skynseminnar leiðir okkur þangað, því hvers vegna
43 [Ekkert getur haggað traustum hug, hvorki ógnvekjandi harðstjóri, né Áster –Sunnanvindur – yfir
ólgandi Adríahafinu, né hin þrumandi hendi Júpíters. Hóratíus, Carmina, III, iii, 3–6]
44 [járnaðan á höndum og fótum læt ég óvæginn vörð gæta þín. – Guð sjálfur mun frelsa mig þegar
ég bið hann þess. – Ég held að hann eigi við að ég muni deyja. Dauðinn er endir allra hluta.
Hóratíus, Epistulae, I, xvi, 76–79]