Milli mála - 01.06.2016, Blaðsíða 233
SVAVAR HRAFN SVAVARSSON
Milli mála 8/2016 233
Sá tilgangur, sem Grímur kveður hafa vakað fyrir sér, réð meira en skyldi
um val kvæðanna. Hann hugsaði stundum helzti mjög um það, hvað mest
hefði verið metið af Grikkjum sjálfum, fremur en hvað bezt væri fallið til
þess að gera úr því góðan skáldskap handa Íslendingum. Niðurstaðan varð
sú, að þessum grísku fornkvæðum var gikkslega tekið og fundið flest til
foráttu af þeim gagnrýnendum, er dæmdu þau sem þýðingar með saman-
burði við frumkvæðin, – og mikið af þeim hefur orðið jafnvel góðum
lesendum dauð blaðafylli.35
Af þessum sökum sleppir Sigurður „allmiklu af grísku fornkvæð-
unum í þessari útgáfu“ enda finnst honum allt of mikið fyrir þeim
fara í Ljóðmælum frá 1895. Að auki telur hann að þessar þýðingar
hafi hreinlega komið illu orði á kveðskap Gríms og „fælt fólk frá því
að kynnast hinu, sem betra er – og sumt afbragð.“36 Verstar eru
þýðingarnar á Pindar:
Pindar var í fornöld svo mikils metinn ... að Grími hefur fundizt sér skylt
og orðið það metnaðarmál að þýða allmikið af drápum hans. En öllum
þeim, sem bezt þekkja til, kemur saman um, að kvæði Pindars séu flest-
um öðrum torlesnari á frummálinu og með öllu óþýðanleg á aðrar tungur,
svo að verði nema svipur hjá sjón ... Varla er neinum láandi sem hafa
byrjað að lesa grísku fornkvæðin í Ljóðmælum 1895 frá upphafi og í réttri
röð, þó að Fjórða pyþiska drápan, sem er hvorki meira né minna en 53
erindi, hafi orðið þeim sá Leggjabrjótur, er gerði þá deiga eða jafnvel af-
huga því að halda lengra. Ekki er þessu með öllu ólíkt farið með kaflana
úr harmleikunum.37
Sigurður sér þó eina bjarta hlið á þýðingunum, sem tengist vissu-
lega ásetningi Gríms:
Grímur hefur með þeirri gjörhygli, sem af honum mátti vænta, hyllzt til
að velja kvæðin með það í huga að þau veittu sem fjölbreyttasta innsýn í
hugarheim Forn-Grikkja, – hina ríku örlagatrú, andstæður bjartsýni og
bölsýni í lífsskoðun, vægðarlausa glöggskyggni á mannlegt eðli, náttúru-
skyn o.s.frv.38
35 Sama rit, 46.
36 Sama stað.
37 Sama rit, 46-47.
38 Sama rit, 48.