Milli mála - 01.06.2016, Blaðsíða 184
UNE PENSÉE DE L’EAU
184 Milli mála 8/2016
(6) Nöfnin Ester og Rut eru bæði tvö komin úr biblíunni, en
eignarfall þeirra er „til Esterar, til Rutar“, sbr. Rutarbók og
Esterarbók í biblíunni. Orðasamband eins og „til Ester, til
Rut“ er jafnfráleitt og t.d. „til hennar Laufey, til hennar
Kristín“.
Í ljósi dæmanna í (5) er það kannski athyglisverðast að Árni skuli
ekki minnast á s-eignarfallið, heldur einungis amast við því að hafa
nöfnin óbeygð. Það er þó á vissan hátt skiljanlegt enda er s-endingin
sjaldgæfari. En athugasemdin virðist að öðru leyti hafa átt nokkurn
rétt á sér, það votta dæmin. Hér koma dæmi um Ester:24
(7) a. Svar til Esther: Bifreiðarstjórinn var úr enska landhernum.
Vikan 4. árg. 1941, 43. tbl., bls. 2; timarit.is
b. […] að snúa sér til eftirtaldra hárgreiðslustúlkna: Ester
Einarsdóttur […]
Þjóðviljinn 6. árg. 1941, 37. tbl., bls. 3; timarit.is
c. Svar til Ester. Allar upplýsingar um nám í hárgreiðslu er að
fá […]
Vikan 21. árg. 1958, 27. tbl., bls. 2; timarit.is
d. Þátttökutilkynningar sendist til Ester Hjartardóttur […]
Tíminn 55. árg. 1971, 186. tbl., bls. 9; timarit.is
e. Þó rann upp sú stóra stund að hún … fluttist til Ester dóttur
sinnar […]
Morgunblaðið 72. árg. 1985, 184. tbl., bls. 39; timarit.is
Í öllum dæmum fram til þessa hefur Ester verið eina nafn nafnber-
ans. Fá dæmi hafa fundist þar sem Ester hefur verið seinna nafn;
raunar varða þau öll eina konu. Vorið 1958 segja öll dagblöðin frá
myndlistarsýningu þekktrar listakonu, Ásgerðar Esterar Búadóttur.
Í frásögnum í Vísi (48. árg. 1958, 85. tbl., bls. 8 og 92. tbl., bls. 2;
timarit.is), Þjóðviljanum (23. árg., 96. tbl., bls. 3 og 99. tbl., bls. 12;
timarit.is) og Morgunblaðinu var eignarfallið ávallt endingarlaust.
Dæmið úr Morgunblaðinu má sjá í (8a). Í b.-dæminu er hins vegar
dæmi um s-eignarfall en í c. er ar-eignarfall.25
24 Um nafnið Rut verður nánar rætt í fjórða kafla.
25 Í Morgunblaðinu (89. tbl., bls. 2), Tímanum (97. tbl., bls. 11) og Vísi (94. tbl., bls. 2) birtast líka
frásagnir þessa sömu daga um sýningu Ásgerðar Esterar, þ.e. ar-eignarfall. Enn og aftur sýnir það
sig að beygingin er á reiki.