Milli mála - 01.06.2016, Blaðsíða 235
SVAVAR HRAFN SVAVARSSON
Milli mála 8/2016 235
Hér er vísað til þeirra dyggða Gríms sem Sigurður fann í þýðing-
unni á Integer vitæ. Jón nefnir um þetta nokkur dæmi en segir loks:
„Það getur vitanlega verið nokkurt umtalsmál, hvernig þýða eigi,
laust og víkja við, eða fast og þræða orðin sem mest.“41 Síðari þýð-
ingaraðferðin er við hæfi, vilji þýðandinn sýna kveðskap. En vilji
hann gera þýðingar sem gagnlegastar og skiljanlegastar þjóðinni,
þá þarf að laga þýðingarnar sem mest eftir hugsunarhætti og skilningi
þeirrar þjóðar og gera þær henni sem eiginlegastar, svo að hún finni sem
minst til þess, að ekki sje frumkveðið, og það mun Grímur hafa talið mest
vert.42
Nú virðist manni tilraun Gríms, með þýðingum hans á Pindar, vera
allt önnur en Jón segir: Grímur vill auðga Íslendinga með þeim
hugsunarhætti sem má finna í forngrískum bókmenntum. Hann
vill einmitt ekki staðfæra Pindar, enda vonlaust verk, heldur „sýna
kveðskap“ hans, til þess að lesendur skilji mikilvægi grískunnar og
hætt verði við að leggja grískunámið niður.
Það er rétt hjá Sigurði Nordal að grískuþýðingum Gríms var
tekið dræmlega. Til dæmis sagði Sigfús Blöndal í Sunnanfara um
Ljóðmæli frá 1895:
... margar af þessum þýðingum eru því miður ekki neitt sérlega vel af
hendi leystar, og gefa mönnum tæplega nægilega hugmynd um hinn
glæsilega og aðdáanlega skáldskap Grikkja. Fyrst og fremst er ekki sem
heppilegast valið: þýðandinn hefir t.d. tekið alt of mikið eptir Pindar ...
Pindari er þannig varið, að til þess að skilja hann vel og hafa ánægju af,
þarf maður að vera gagnkunnugur goðasögum og lífi Grikkja ... Já, ekki
held ég að yngri skáldin muni taka sér Pindar til fyrirmyndar.... Einkum
er það eitt sem er afleitt, og spillir mjög miklu hjá þýðandanum. Hann er
sem sé alt of mikill Íslendingur ... Hann þýðir t.a.m. fjölda af kvæðum
undir íslenzkum þjóðlögum ... og gætir ekki að því, að á þennan hátt
tekst honum að flæma burt allan grískan blæ af kvæðunum ... Kvæðin eru
grísk og verða grísk og maður á að láta útlendan (grískan) blæ vera á
þeim, og bragarhætti þeirra ... hann rífur hinn glæsilega gríska skarlats-
41 Sama rit, xxxv.
42 Sama stað.