Milli mála - 01.06.2016, Blaðsíða 305
MICHEL DE MONTAIGNE
Milli mála 8/2016 305
máli skipti í tilveru hans.
Það er þannig ástatt hjá mér nú, Guði sé lof, að ég get farið
þegar honum hentar, án þess að sjá eftir nokkrum sköpuðum hlut
nema ef vera skyldi lífinu sjálfu, ef missir þess reynist mér þungur.
Ég losa mig frá öllu, ég hef nú þegar kvatt alla til hálfs, nema
sjálfan mig. Aldrei hefur nokkur maður búið sig undir að kveðja
þennan heim á skýrari og innilegri hátt eða losað sig frá honum á
jafn almennan hátt og ég ætla mér að gera.
Miser ô miser, aiunt, omnia ademit
Una dies infesta mihi tot prœmia vitœ.31
Og smiðurinn segir:
Manent opera interrupta, minœque
Murorum ingentes.32
Ekkert skyldi maður áætla sem er svo tímafrekt að ekki sé hægt að
fylgja því til enda eða sinna því af ástríðu. Við fæddumst til þess að
láta til okkar taka:
Cum moriar, medium solvar et inter opus.33
Ég vil að maður láti til sín taka og lengi skyldur lífsins eins og hægt
er og megi dauðinn koma til mín þar sem ég er að setja niður kál
og áhyggjulaus um dauðann og ekki síður minn ókláraða garð. Ég
sá mann deyja sem var alveg á grafarbakkanum og kvartaði látlaust
undan því að nú hefðu örlögin klippt á þráð sögunnar sem hann
vann að um 15. eða 16. konung okkar.
Illud in his rebus non addunt, nec tibi earum
Jam desiderium rerum super insidet una.34
Maður verður að losa sig við þessa óhefluðu leiðindarólund. Rétt
31 [Æ, mig auman, einn ógæfudagur, segja þeir, tók frá mér allar lífsins lystisemdir. Lucretius, De
Rerum Natura, III, 898-899]
32 [verk bíða í miðjum klíðum, miklir múrar [og himinhá smíðavél]. Virgill, Eneasarkviða, þýð.
Haukur Hannesson, Reykjavík, Mál og menning, 1999, IV, 88–89, bls. 87.]
33 [Þegar ég dey, megi ég vera í miðjum klíðum. Ovidius, Amores, II, x, 36]
34 [Enginn bætir við, um þetta, að eftirsjá eftir hlutum muni ekki lifa eftir dauða okkar. Lucretius,
De Rerum Natura, III, 900–901]