Milli mála - 01.06.2016, Blaðsíða 302
AÐ IÐKA HEIMSPEKI ER ÍGILDI ÞESS AÐ LÆRA AÐ DEYJA
302 Milli mála 8/2016
hellist ekki yfir þá? Hafið þið nokkurn tímann séð aðra eins niður-
lægingu, umskipti og ringulreið? Það þarf að hugsa fyrir þessu í
tæka tíð. Og þetta dýrslega kæruleysi, sem getur búið um sig í
höfði skynsams manns, sem mér finnst reyndar alveg óhugsandi, er
of dýrkeypt. Ef það mætti forðast dauðann eins og óvin ráðlegði ég
fólki að nota vopn hugleysisins. En úr því að það er ekki hægt, fyrst
hann nær ykkur á flótta, bæði heiglum og heiðursmönnum,
Nempe et fugacem persequitur virum,
Nec parcit imbellis juventœ
Poplitibus, timidoque tergo.21
og engin hert brjóstbrynja getur varið ykkur,
Ille licet ferro cautus se condat œre,
Mors tamen inclusum protrahet inde caput,22
þá skulum við læra að standa styrkum fótum og mæta honum. Og
til að svipta hann strax sínum stærsta ávinningi gegn okkur skulum
við velja leið sem er andstæð þeirri venjulegu. Sviptum hann fram-
andleikanum, æfum okkur í honum, venjumst honum, hugsum
ekki um neitt eins oft og dauðann. Ímyndum okkur hann á hverri
stundu og í öllum sínum myndum. Þegar hesturinn hnýtur, þaks-
kífa dettur, við minnstu nálarstungu, skulum við skyndilega spyrja:
„Nú já, ætli þetta sé dauðinn sjálfur?“ og þá skulum við bregðast
hraustlega við og herða upp hugann. Í gleðskap og fögnuði skulum
við ætíð hafa þetta viðkvæði sem minnir okkur á hlutskipti okkar
og látum ekki ánægjuna ná svo sterkum tökum á okkur að það
rifjist ekki upp fyrir okkur af og til á hve margvíslegan hátt þessi
kæti okkar þarf að þola dauðann og á hversu marga vegu hann hótar
henni. Það gerðu Egyptar sem, í miðjum veislum og með sínum
besta mat, létu bera fram þurrkaðan mannslíkama til að minna
gestina á dauðann,23
Omnem crede diem tibi diluxisse supremum.
21 [Hann eltir hugleysingjann sem flýr, og hlífir hvorki hnésbótum né baki kjarklitlu æskunnar sem
snýr sér undan. Hóratíus, Carmina, III, ii, 14–16]
22 [Það er til lítils að fela sig undir járni og bronsi, dauðinn mun ná höfði hans úr herklæðunum.
Sextus Propertius, Elegiae, III, xviii, 25-26.
23 Dæmi fengið frá Plútarkosi, Septem sapientium convivium, III.