Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Page 17
16
af ýmsum ósögðum og jafnvel hlutdrægum gildisdómum um það hvað sé
mikilvægt og hvernig samfélagi við viljum búa í. Douglas tekur meðal ann-
ars dæmi af rannsóknum á díoxínmengun og afleiðingum hennar á sjúk-
dóma í dýrum og mönnum. Díoxín er eitrað efni sem finnst í litlu magni í
náttúrunni og en myndast gjarnan sem aukaafurð í ýmsum málmiðnaði og
efnaframleiðslu. Í rannsóknum á díoxínmengun í Bandaríkjunum þurftu
vísindamenn að ákveða hvenær tiltekið tölfræðilegt samband milli þess að
hafa tiltekið magn af díoxín í líkamanum og þess að hafa tiltekinn sjúkdóm
eða kvilla, svo sem krabbamein, sé tölfræðilega marktækt.11 Þetta mat á því
hvort um tölfræðilega marktækt samband væri að ræða hefur samkvæmt
Douglas áhrif á það hvort rannsóknirnar geti talist sýna fram á orsakasam-
band milli díoxín-eitrunar og krabbameins.12
Þetta þýðir svo, segir Douglas, að vísindamenn þurfa sjálfir að leggja
mat á það hvaða afleiðingar það hefði að lýsa því yfir – eða lýsa því ekki
yfir – að díoxínmengun geti valdið krabbameini. Í þessu samhengi þurfi
þeir að vega og meta tvenns konar atriði: Annars vegar þurfi þeir að hugsa
um að verja dýr og menn fyrir hugsanlegri díoxín-eitrun, og hins vegar
þurfi þeir að hugsa um að vera ekki með hræðsluáróður sem gæti leitt til
þess að óþarfa lög og reglur verði settar um iðnað þar sem díoxín verður til
sem aukaafurð. Vísindamenn sem leggja mismikla áherslu á að verja heilsu
almennings annars vegar og að vernda hagsmuni iðnfyrirtækja hins vegar
muni því komast að ólíkum niðurstöðum. Þetta skapar augljósa hættu á að
vísindamenn láti sínar persónulegu stjórnmálaskoðanir eða hugmynda-
fræði ráða för þegar þeir ákveða að samþykkja eða hafna vísindakenning-
um á grundvelli reynslugagna. Þótt kenningarnar séu settar fram eins og
11 Tölfræðilegri marktækni er yfirleitt lýst með því að skilgreina svokallað p-gildi sem
gefur til kynna líkurnar á því að fá sömu niðurstöður að því gefnu að svokölluð núll-
tilgáta sé sönn. Núlltilgátan kveður á um að það sé ekkert samband milli þeirra þátta
sem er verið að rannsaka, þ.e.a.s., í þessu tilviki, díoxínmengunar annars vegar og
krabbameins hins vegar. Hugmyndin er svo að tölfræðileg marktækni sé til staðar
þegar p-gildið fer niður fyrir ákveðin mörk, t.d. 0,05 eða 0,01. En í framhaldinu má
auðvitað spyrja hvers vegna eigi að setja p-gildismörkin við 0,01 eða 0,05 frekar en
einhverja aðra tölu milli 0 og 1. Það er þessi ákvörðun sem óhjákvæmilega bygg-
ist á mati vísindamanna að mati Douglas, t.d. mati þeirra á því hversu mikið tjón
verður þegar eitthvað fer úrskeiðis.
12 Talsverðar umræður hafa einnig skapast á Íslandi um hættu vegna díoxínmengunar,
meðal annars frá eldri sorpbrennslustöðvum á Ísafirði. Sjá til dæmis Ólína Þorvarð-
ardóttir og Svandís Svavarsdóttir, „Viðbrögð stjórnvalda við díoxínmengun“, Vef-
útgáfa Alþingistíðinda, 17. febrúar 2011, sótt 9. október 2016 af http://www.althingi.
is/altext/139/02/l17105348.sgml.
FinnuR Dellsén