Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Síða 17

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Síða 17
16 af ýmsum ósögðum og jafnvel hlutdrægum gildisdómum um það hvað sé mikilvægt og hvernig samfélagi við viljum búa í. Douglas tekur meðal ann- ars dæmi af rannsóknum á díoxínmengun og afleiðingum hennar á sjúk- dóma í dýrum og mönnum. Díoxín er eitrað efni sem finnst í litlu magni í náttúrunni og en myndast gjarnan sem aukaafurð í ýmsum málmiðnaði og efnaframleiðslu. Í rannsóknum á díoxínmengun í Bandaríkjunum þurftu vísindamenn að ákveða hvenær tiltekið tölfræðilegt samband milli þess að hafa tiltekið magn af díoxín í líkamanum og þess að hafa tiltekinn sjúkdóm eða kvilla, svo sem krabbamein, sé tölfræðilega marktækt.11 Þetta mat á því hvort um tölfræðilega marktækt samband væri að ræða hefur samkvæmt Douglas áhrif á það hvort rannsóknirnar geti talist sýna fram á orsakasam- band milli díoxín-eitrunar og krabbameins.12 Þetta þýðir svo, segir Douglas, að vísindamenn þurfa sjálfir að leggja mat á það hvaða afleiðingar það hefði að lýsa því yfir – eða lýsa því ekki yfir – að díoxínmengun geti valdið krabbameini. Í þessu samhengi þurfi þeir að vega og meta tvenns konar atriði: Annars vegar þurfi þeir að hugsa um að verja dýr og menn fyrir hugsanlegri díoxín-eitrun, og hins vegar þurfi þeir að hugsa um að vera ekki með hræðsluáróður sem gæti leitt til þess að óþarfa lög og reglur verði settar um iðnað þar sem díoxín verður til sem aukaafurð. Vísindamenn sem leggja mismikla áherslu á að verja heilsu almennings annars vegar og að vernda hagsmuni iðnfyrirtækja hins vegar muni því komast að ólíkum niðurstöðum. Þetta skapar augljósa hættu á að vísindamenn láti sínar persónulegu stjórnmálaskoðanir eða hugmynda- fræði ráða för þegar þeir ákveða að samþykkja eða hafna vísindakenning- um á grundvelli reynslugagna. Þótt kenningarnar séu settar fram eins og 11 Tölfræðilegri marktækni er yfirleitt lýst með því að skilgreina svokallað p-gildi sem gefur til kynna líkurnar á því að fá sömu niðurstöður að því gefnu að svokölluð núll- tilgáta sé sönn. Núlltilgátan kveður á um að það sé ekkert samband milli þeirra þátta sem er verið að rannsaka, þ.e.a.s., í þessu tilviki, díoxínmengunar annars vegar og krabbameins hins vegar. Hugmyndin er svo að tölfræðileg marktækni sé til staðar þegar p-gildið fer niður fyrir ákveðin mörk, t.d. 0,05 eða 0,01. En í framhaldinu má auðvitað spyrja hvers vegna eigi að setja p-gildismörkin við 0,01 eða 0,05 frekar en einhverja aðra tölu milli 0 og 1. Það er þessi ákvörðun sem óhjákvæmilega bygg- ist á mati vísindamanna að mati Douglas, t.d. mati þeirra á því hversu mikið tjón verður þegar eitthvað fer úrskeiðis. 12 Talsverðar umræður hafa einnig skapast á Íslandi um hættu vegna díoxínmengunar, meðal annars frá eldri sorpbrennslustöðvum á Ísafirði. Sjá til dæmis Ólína Þorvarð- ardóttir og Svandís Svavarsdóttir, „Viðbrögð stjórnvalda við díoxínmengun“, Vef- útgáfa Alþingistíðinda, 17. febrúar 2011, sótt 9. október 2016 af http://www.althingi. is/altext/139/02/l17105348.sgml. FinnuR Dellsén
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.