Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Síða 21
20
Til að gera nánari grein fyrir mikilvægi þess að ólíkar vísindakenningar
verði til skulum við kafa aðeins dýpra ofan í rökstuðning vísindakenninga.
Margir vísindaheimspekingar telja að vísindalegum rökstuðningi megi lýsa
sem ákveðinni tegund tilleiðslu sem kallaðar hafa verið ályktanir að bestu
skýringu (e. inference to the best explanation).18 Í slíkum ályktunum er ályktað
að kenning K sé sönn út frá tilteknum gögnum G á þeim forsendum að K
myndi skýra G betur en aðrar framkomnar kenningar um sama efni. Við
getum lýst þessari ályktunarreglu með eftirfarandi hætti:
G (þar sem „G“ stendur fyrir tiltekin gögn).
K myndi skýra G betur en nokkur önnur kenning sem sett hefur
verið fram.
K er sönn.
Hér er það sem er fyrir neðan strik („K er sönn“) sú ályktun sem dregin er
en það sem er fyrir ofan strik eru þau skilyrði sem þurfa að vera til staðar
svo að draga megi þessa ályktun samkvæmt ályktunarreglunni.
Tökum hins vegar eftir því að í ályktun að bestu skýringu er K aðeins
borin saman við aðrar kenningar sem settar hafa verið fram (en ekki við
kenningar sem ekki hafa litið dagsins ljós). Það getur því gerst – og reynd-
ar eru mörg dæmi um að það hafi gerst – að vísindakenningar séu sam-
þykktar á grundvelli þess að skýra tiltekin gögn betur en aðrar framkomn-
ar kenningar þótt síðar komi svo í ljós að einhver önnur kenning, sem
ekki var þá komin fram, skýri sömu gögn enn betur en fyrri kenningarnar.
Þessi vandi snýst um að vísindakenning virðist oft trúlegri en síðar kemur
í ljós af þeirri einföldu ástæðu að vísindamönnum hefur ekki dottið í hug
að hægt sé að gera grein fyrir þeim fyrirbærum sem um ræðir með nein-
fyrir í þeim kenningum sem til staðar voru á þessum tíma. Frægasta dæmið er hinn
svokallaði Poisson-blettur (einnig nefndur Arago-bletturinn), en það er ljós blettur
sem hægt er að framkalla í miðjum skugganum af hringlaga ógagnsærri skífu. Hinar
kenningarnar voru gjörsamlega ófærar um að skýra þetta fyrirbæri enda ætti miðjan
á skugganum að vera myrkasti hluti hans samkvæmt þessum kenningum. (Sjá mjög
ítarlega umfjöllun í Jed Z. Buchwald, The Rise of the Wave Theory of Light. Optical
Theory and Experiment in the Early Nineteenth Century, Chicago: University of
Chicago Press, 1989.)
18 Um ályktun að bestu skýringu má lesa í Finnur Dellsén, „Tvö viðhorf til vísinda-
legrar þekkingar – eða eitt?“, Ritið 1/2015, bls. 135–155. Sjá einnig Peter Lipton,
Inference to the Best Explanation, 2. útgáfa, London: Routledge, 2004.
FinnuR Dellsén