Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Blaðsíða 21

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Blaðsíða 21
20 Til að gera nánari grein fyrir mikilvægi þess að ólíkar vísindakenningar verði til skulum við kafa aðeins dýpra ofan í rökstuðning vísindakenninga. Margir vísindaheimspekingar telja að vísindalegum rökstuðningi megi lýsa sem ákveðinni tegund tilleiðslu sem kallaðar hafa verið ályktanir að bestu skýringu (e. inference to the best explanation).18 Í slíkum ályktunum er ályktað að kenning K sé sönn út frá tilteknum gögnum G á þeim forsendum að K myndi skýra G betur en aðrar framkomnar kenningar um sama efni. Við getum lýst þessari ályktunarreglu með eftirfarandi hætti: G (þar sem „G“ stendur fyrir tiltekin gögn). K myndi skýra G betur en nokkur önnur kenning sem sett hefur verið fram. K er sönn. Hér er það sem er fyrir neðan strik („K er sönn“) sú ályktun sem dregin er en það sem er fyrir ofan strik eru þau skilyrði sem þurfa að vera til staðar svo að draga megi þessa ályktun samkvæmt ályktunarreglunni. Tökum hins vegar eftir því að í ályktun að bestu skýringu er K aðeins borin saman við aðrar kenningar sem settar hafa verið fram (en ekki við kenningar sem ekki hafa litið dagsins ljós). Það getur því gerst – og reynd- ar eru mörg dæmi um að það hafi gerst – að vísindakenningar séu sam- þykktar á grundvelli þess að skýra tiltekin gögn betur en aðrar framkomn- ar kenningar þótt síðar komi svo í ljós að einhver önnur kenning, sem ekki var þá komin fram, skýri sömu gögn enn betur en fyrri kenningarnar. Þessi vandi snýst um að vísindakenning virðist oft trúlegri en síðar kemur í ljós af þeirri einföldu ástæðu að vísindamönnum hefur ekki dottið í hug að hægt sé að gera grein fyrir þeim fyrirbærum sem um ræðir með nein- fyrir í þeim kenningum sem til staðar voru á þessum tíma. Frægasta dæmið er hinn svokallaði Poisson-blettur (einnig nefndur Arago-bletturinn), en það er ljós blettur sem hægt er að framkalla í miðjum skugganum af hringlaga ógagnsærri skífu. Hinar kenningarnar voru gjörsamlega ófærar um að skýra þetta fyrirbæri enda ætti miðjan á skugganum að vera myrkasti hluti hans samkvæmt þessum kenningum. (Sjá mjög ítarlega umfjöllun í Jed Z. Buchwald, The Rise of the Wave Theory of Light. Optical Theory and Experiment in the Early Nineteenth Century, Chicago: University of Chicago Press, 1989.) 18 Um ályktun að bestu skýringu má lesa í Finnur Dellsén, „Tvö viðhorf til vísinda- legrar þekkingar – eða eitt?“, Ritið 1/2015, bls. 135–155. Sjá einnig Peter Lipton, Inference to the Best Explanation, 2. útgáfa, London: Routledge, 2004. FinnuR Dellsén
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.