Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Side 22

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Side 22
21 um öðrum hætti. Frægt er til dæmis að einn merkasti eðlisfræðingur allra tíma, Bretinn James Clerk Maxwell, á að hafa lýst því yfir að ekkert sem vísindin hafi sett fram sé jafn öruggt og tilvist hins svokallaða ljósvaka (e. luminiferous ether). Maxwell sá einfaldlega ekki hvernig mögulegt væri að skýra bylgjueðli ljóss ef ekki væri gert ráð fyrir að ljósbylgjurnar ferðuðust í einhvers konar massalausu en alltumlykjandi efni, þ.e.a.s. ljósvakanum. Engu að síður leið ekki á löngu þar til Maxwell setti sjálfur fram rafsegul- sviðskenningu um ljós þar sem ljósvakinn í sinni upprunalegu mynd var horfinn af sjónarsviðinu.19 Sá almenni vandi sem þetta skapar gengur undir ýmsum nöfnum eftir því hvaða lærdómur er dreginn af honum, en hér verður hann nefnd- ur uppgötvunarvandinn (e. the problem of underconsideration).20 Þótt til séu ýmsar leiðir til að bregðast við uppgötvunarvandanum viðurkenna flestir, ef ekki allir, að þessi vandi er alltaf til staðar að nokkru leyti í vísindarann- sóknum þar sem settar eru fram fræðilegar kenningar til að skýra flókin og margslungin fyrirbæri.21 Ágætt dæmi um þetta er kennileg eðlisfræði á borð við strengjafræði (e. string theory), þar sem mjög stór hluti af starfi vís- indamanna felst í því að þróa nýjar kenningar óháð því hvernig (og jafnvel hvort) unnt er að prófa kenningarnar með athugunum.22 Af þessu er ljóst að í reynd ræðst rökstuðningurinn fyrir vísindakenn- ingum oft að hluta til af því hvaða vísindakenningar eru til hverju sinni – þ.e.a.s. hvaða kenningar vísindamönnum hefur dottið í hug að setja fram og þróa áfram þannig að úr verði heildstæð og prófanleg kenning.23 Ef það er rétt þá er ljóst að hlutdrægni í því hvernig vísindakenningar verða til 19 James Clerk Maxwell, A Dynamical Theory of the Electromagnetic Field, ritstj. Thomas F. Torrance, Edinburgh: Scottish Academic Press, 1864/1982. 20 Sjá einkum Peter Lipton, „is the Best Good Enough?“, Proceedings of the Aristotelian Society 93/1993, bls. 89–104. Á ensku hefur vandinn einnig verið kallaður „the problem of the bad lot“ (sjá Bas C. van Fraassen, Laws and Symmetry, Oxford: Clarendon Press, 1989) og „the problem of unconceived alternatives“ (sjá P. Kyle Stanford, Exceeding Our Grasp. Science, History, and the Problem of Unconceived Alternatives, Oxford: Oxford University Press, 2006). 21 Sjá til dæmis Finnur Dellsén, „Realism and the Absence of Rivals“, Synthese (í birt- ingu). 22 Sjá Richard Dawid, String Theory and the Scientific Method, Cambridge: Cambridge University Press, 2013. 23 Rökstuðningurinn ræðst að sjálfsögðu einnig af ýmsum öðrum þáttum, svo sem hvaða gögn eru til staðar og í krafti hvers gögnin styðja eina fram komna kenningu umfram aðrar. Hér verður ekki fjallað nánar um þessa þætti vísindalegs rökstuðn- ings, en um þá má lesa í Finnur Dellsén, „Tvö viðhorf til vísindalegrar þekkingar – eða eitt?“. HLUTDRæGNi Í VÍSiNDUM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.