Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Qupperneq 22
21
um öðrum hætti. Frægt er til dæmis að einn merkasti eðlisfræðingur allra
tíma, Bretinn James Clerk Maxwell, á að hafa lýst því yfir að ekkert sem
vísindin hafi sett fram sé jafn öruggt og tilvist hins svokallaða ljósvaka (e.
luminiferous ether). Maxwell sá einfaldlega ekki hvernig mögulegt væri að
skýra bylgjueðli ljóss ef ekki væri gert ráð fyrir að ljósbylgjurnar ferðuðust
í einhvers konar massalausu en alltumlykjandi efni, þ.e.a.s. ljósvakanum.
Engu að síður leið ekki á löngu þar til Maxwell setti sjálfur fram rafsegul-
sviðskenningu um ljós þar sem ljósvakinn í sinni upprunalegu mynd var
horfinn af sjónarsviðinu.19
Sá almenni vandi sem þetta skapar gengur undir ýmsum nöfnum eftir
því hvaða lærdómur er dreginn af honum, en hér verður hann nefnd-
ur uppgötvunarvandinn (e. the problem of underconsideration).20 Þótt til séu
ýmsar leiðir til að bregðast við uppgötvunarvandanum viðurkenna flestir,
ef ekki allir, að þessi vandi er alltaf til staðar að nokkru leyti í vísindarann-
sóknum þar sem settar eru fram fræðilegar kenningar til að skýra flókin
og margslungin fyrirbæri.21 Ágætt dæmi um þetta er kennileg eðlisfræði á
borð við strengjafræði (e. string theory), þar sem mjög stór hluti af starfi vís-
indamanna felst í því að þróa nýjar kenningar óháð því hvernig (og jafnvel
hvort) unnt er að prófa kenningarnar með athugunum.22
Af þessu er ljóst að í reynd ræðst rökstuðningurinn fyrir vísindakenn-
ingum oft að hluta til af því hvaða vísindakenningar eru til hverju sinni –
þ.e.a.s. hvaða kenningar vísindamönnum hefur dottið í hug að setja fram
og þróa áfram þannig að úr verði heildstæð og prófanleg kenning.23 Ef það
er rétt þá er ljóst að hlutdrægni í því hvernig vísindakenningar verða til
19 James Clerk Maxwell, A Dynamical Theory of the Electromagnetic Field, ritstj. Thomas
F. Torrance, Edinburgh: Scottish Academic Press, 1864/1982.
20 Sjá einkum Peter Lipton, „is the Best Good Enough?“, Proceedings of the Aristotelian
Society 93/1993, bls. 89–104. Á ensku hefur vandinn einnig verið kallaður „the
problem of the bad lot“ (sjá Bas C. van Fraassen, Laws and Symmetry, Oxford:
Clarendon Press, 1989) og „the problem of unconceived alternatives“ (sjá P. Kyle
Stanford, Exceeding Our Grasp. Science, History, and the Problem of Unconceived
Alternatives, Oxford: Oxford University Press, 2006).
21 Sjá til dæmis Finnur Dellsén, „Realism and the Absence of Rivals“, Synthese (í birt-
ingu).
22 Sjá Richard Dawid, String Theory and the Scientific Method, Cambridge: Cambridge
University Press, 2013.
23 Rökstuðningurinn ræðst að sjálfsögðu einnig af ýmsum öðrum þáttum, svo sem
hvaða gögn eru til staðar og í krafti hvers gögnin styðja eina fram komna kenningu
umfram aðrar. Hér verður ekki fjallað nánar um þessa þætti vísindalegs rökstuðn-
ings, en um þá má lesa í Finnur Dellsén, „Tvö viðhorf til vísindalegrar þekkingar
– eða eitt?“.
HLUTDRæGNi Í VÍSiNDUM