Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Blaðsíða 23

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Blaðsíða 23
22 getur leitt til þess að rökstuðningurinn fyrir vísindakenningum verði líka hlutdrægur. Ef fordómar eða hlutdrægni gagnvart ákveðnum hópum eða sjónarmiðum verða til þess að tilteknar kenningar eru ekki teknar nógu alvarlega til að þær séu yfirleitt settar fram og þróaðar áfram þá höfum við ástæðu til að ætla að niðurstöður vísindarannsókna verði að sama skapi hlutdrægar. Ástæðan fyrir því að vísindamenn samþykkja tiltekna kenn- ingu eða telja hana líklega er þá mögulega að stórum hluta sú að þeir hafa viljandi eða óviljandi hunsað aðrar mögulegar kenningar sem væru í jafn góðu eða jafnvel betra samræmi við athuganir en þær kenningar sem eru viðteknar. Ég held reyndar að dæmi Longinos af rannsóknum í fornleifafræði sem þóttu sýna að veiðar hafi verið lykilþáttur í þróun mannskepnunnar sé líklega betur lýst sem dæmi um hlutdrægni af því tagi sem ég hef verið að lýsa. Í þessu tilviki var málum ekki þannig háttað að vísindamenn hafi sett fram ólíkar kenningar um þróun mannskepnunnar og að umrædd kenn- ing hafi síðan verið valin úr þeim hópi á karllægum forsendum. Í staðinn held ég að þessu dæmi sé betur lýst þannig að þarna hafi aðrar kenningar ekki einu sinni verið settar fram á þann veg að hægt væri að rökræða hvort þær væru í samræmi við veruleikann eða ekki. Aðrar útfærðar kenningar um þróun mannskepnunnar að þessu leyti voru einfaldlega ekki til staðar í vísindasamfélaginu á þessum tíma. Það var ekki fyrr en á 8. og 9. áratug síðustu aldar sem hópur kvenkyns fornleifafræðinga og þróunarmannfræð- inga tók sig til og setti fram útfærða kenningu þar sem lögð var áhersla á söfnunareðli mannskepnunnar frekar en veiðimannseðlið. Ég held því að hér sé á ferð ágætt dæmi um það að hlutdrægni verði til þess að sumar kenningar sem ekki samrýmast staðalmyndum eða fordómum einstakra vísindamanna séu ekki einu sinni settar fram og útfærðar á þann hátt sem þarf að gera til að athuga hvort kenningin fái staðist. Þótt þetta dæmi frá Longino falli að hugmyndum mínum um hlut- drægni í vísindum vil ég ekki leggja of mikla áherslu á einstök dæmi enda er vandinn sem um ræðir almennur. Hann snýst um að sú staðreynd að hlutdrægni og fordómar geta haft áhrif á það hvaða kenningar verða til í vísindasamfélaginu þýðir að hlutdrægni og fordómar geta líka haft áhrif á það hvaða vísindakenningar eru á endanum álitnar sannar eða sennilegar. Þessi vandi er ólíkur þeim sem Longino benti á að því leyti að Longino sýnir að hlutdrægni geti haft áhrif á rökstuðning vísindakenninga vegna ósagðra forsendna sem verða til þess að gögnin styðja eina kenningu FinnuR Dellsén
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.