Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Síða 29

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Síða 29
28 verkið sem kom út eftir hann var Behemoth, frásögn af ensku borgara- styrjöldinni.4 Hugsun Hobbes og kenningar hans um eðli samfélags og stjórnmála eru nátengdar sögulegri greiningu atburða og sagnaritarinn sem hann lítur mest upp til – Þúkýdídes – er einmitt sá sem gengur hvað lengst í að gera söguna heimspekilega (og þá er ég ekki bara að hugsa um sagnaritara í fornöld heldur alla tíð).5 Þúkýdídes er þó ekki sá sem við rekjum upphaf sagnaritunar til. „Faðir sögunnar“ er Heródótos, sem ritaði um innrás Persa og sigur Grikkja á þeim (490 og 479). Heródótos er sá sem oftast er vísað til um upphaf sagnaritunar á Vesturlöndum, þó þeirri heiðursnafnbót hafi jafnan fylgt niðrandi athugasemd um óáreiðanleika hans. En Heródótos var auðvitað ekki fyrstur til að skrifa um fortíðina eða til að safna og miðla kerfisbundið upplýsingum um hana. Hann var hins vegar sá fyrsti til að kenna verk- efnið við historíē (ἱστορίη) – en saga, sagnfræði og sagnaritun eru íslenskar útgáfur af þessu orði.6 Frá Heródótosi höfum við nafnið og að verulegu leyti skilninginn á því hvað saga er. Andstaða Þúkýdídesar við sagnarit- un Heródótosar gefur sögunni síðan nýja vídd og hann hefur almennt verið talinn, sérstaklega af „vísindalegum“ sagnfræðingum 19. og 20. aldar, fyrsti alvöru sagnfræðingur Vesturlanda. Þúkýdídes notar aldrei historía eða önnur orð af sama stofni, ekki frekar en hann minnist nokkru sinni á Heródótos í verki sínu. Hins vegar er hann augljóslega undir áhrifum frá honum og ekki ólíklegt – raunar almennt viðurkennt – að hann sniðgangi historía einfaldlega til að gera skilin milli sín og Heródótosar skarpari.7 Þegar Aristóteles dregur upp mynd af sagnfræði í Um skáldskaparlistina (köflum 9 og 23) og ber saman við harmleikinn (sem samkvæmt honum 4 Verkið, sem er í formi fjögurra samtala, kom ekki út fyrr en að Hobbes látnum. Sjá Thomas Hobbes, Behemoth, or the Long Parliament, ritstj. Paul Seaward, The Clarendon Edition of the Works of Thomas Hobbes, Oxford: Oxford University Press, 2010 [1682], bls. 15–16. 5 Um Hobbes og afstöðu hans til Þúkýdídesar sjá t.d. Jonathan Scott, „The Peace of Silence. Thucydides and the English Civil War“, Oxford Readings in Classical Studies: Thucydides, ritstj. Jeffrey S. Rusten, Oxford: Oxford University Press, 2009 [1996], bls. 405–433. 6 Historíē er jóníska myndin af orðinu. Í framhaldinu mun ég oftast nota attísku myndina, historía (ἱστορία), en jónísku myndina þegar við á. 7 Zacharias Rogkotis, „Thucydides and Herodotus. Aspects of their intertextual Relationship“, Brill’s Companion to Thucydides, ritstj. Antonios Rengakos og Ant- onios Tsakmakis, Leiden, Boston: Brill, 2006, bls. 57–86. Rogkotis færir rök fyrir mun nánari tengslum Þúkýdidesar og Heródótosar en flestir aðrir fræðimenn og telur lítið hægt að lesa úr þögn Þúkýdídesar. eiRíkuR smáRi siguRðaRson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.