Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Side 31

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Side 31
30 varla hægt að tala um tvær tegundir rannsókna fyrr en miklu seinna. Þetta sjáum við hjá Aristótelesi, en hjá honum eru upplýsingar um náttúruna að stórum hluta fengnar af frásögnum annarra, rétt eins og sögulegur fróð- leikur Heródótosar er að stórum hluta fenginn af frásögnum annarra. Markmið þessarar greinar er að kanna hvernig heimspeki og saga mótuðust í samspili hvor við aðra í andlegum hræringum hins klassíska Grikklands.10 Aðferðin sem ég mun beita er að vissu leyti einföld. Ég geng út frá orðunum – historía og filosofía – og þróuninni sem leiddi til þess að einmitt þessi orð urðu nöfn greinanna sem við þekkjum í dag.11 Orðin hafa nokkuð sérstaka stöðu í sögu fræðanna. Það mætti kalla þau Grundbegriffe, explicit categories eða mot carrefour – til að nefna þrjá möguleika úr nýlegum túlkunarfræðum sem öll leggja mikla áherslu á notkun orða fyrir hug- myndasögulega greiningu. „Grundbegriff“ eða „grunnhugtak“ er orð sem safnar á sig merkingu sem það fær í ákveðnu sögulegu samhengi þannig að orð og hugtak verða eitt, og orðið verður óhjákvæmilegt fyrir umræður á ákveðnu sviði;12 „explicit category“ eða „orðað hugtak“ er notað um orð sem í ákveðnu samhengi, oft í deilu um yfirráð yfir sviði þekkingar, er notað til að merkja hóp, skoðun eða safn skoðana á einhvern hátt – jákvætt eða neikvætt – þannig að það verður óhjákvæmilegt að bregðast við þess- ari orðuðu hugmynd í kjölfarið og deila um hana;13 „mot carrefour“ eða 10 Góð umfjöllun um mótun faggreina í fornöld (Grikklandi, Kína, indlandi og Mesópótamíu) er hjá Geoffrey E. R. Lloyd, Disciplines in the Making. Cross-Cultural Perspectives on Elites, Learning, and Innovation, Cambridge: Cambridge University Press, 2009. Um muninn á „fræðum“ og „vísindum“ og um afmörkun fræðigreina og vísindagreina sjá Kristján Árnason, „Um íslensk fræði“, Skírnir 2/2015, bls. 397–423. 11 Rannsóknin er auðvitað takmörkuð við varðveitta texta, sem eru aðeins brot af því sem var ritað á sínum tíma. Rétt er að taka fram strax, þó ég komi að því hér á eftir líka, að ég mun ekki bara byggja á þessum orðum heldur líka orðum af sama stofni: filosof- og histor-. 12 Reinhart Koselleck, einn af aðalritstjórum handbókar um söguleg grunnhugtök (Geschichtliche Grundbegriffe) sem kom út á árunum 1972–1997, er helsti kennismið- ur grunnhugtaka sem tækis til að skrifa sögu hugmynda. Koselleck gefur skýra lýs- ingu á aðferðinni í „A Response to Comments on the Geschichtliche Grundbegriffe“, The Meaning of Historical Terms and Concepts. New Studies on Begriffsgeschichte, ritstj. Melvin Richter og Hartmut Lehmann, Washington D.C.: German Historical institute, 1996, bls. 59–70, hér bls. 64. Sjá líka J. G. A. Pocock, „Concepts and Discourses. A Difference in Culture? Comment on a Paper by Melvin Richter“, sama rit, bls. 47–58. 13 Þessi aðferð er oft kenndi við „Cambridgeskólann“ og Quentin Skinner, en fyrir fornöldina hefur Geoffrey E. R. Lloyd helst þróað og beitt aðferðinni. Hún er náskyld Begriffsgeschichte, nema hvað enskir hugmyndasagnfræðingar og heim- eiRíkuR smáRi siguRðaRson
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.