Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Side 31
30
varla hægt að tala um tvær tegundir rannsókna fyrr en miklu seinna. Þetta
sjáum við hjá Aristótelesi, en hjá honum eru upplýsingar um náttúruna að
stórum hluta fengnar af frásögnum annarra, rétt eins og sögulegur fróð-
leikur Heródótosar er að stórum hluta fenginn af frásögnum annarra.
Markmið þessarar greinar er að kanna hvernig heimspeki og saga
mótuðust í samspili hvor við aðra í andlegum hræringum hins klassíska
Grikklands.10 Aðferðin sem ég mun beita er að vissu leyti einföld. Ég geng
út frá orðunum – historía og filosofía – og þróuninni sem leiddi til þess að
einmitt þessi orð urðu nöfn greinanna sem við þekkjum í dag.11 Orðin hafa
nokkuð sérstaka stöðu í sögu fræðanna. Það mætti kalla þau Grundbegriffe,
explicit categories eða mot carrefour – til að nefna þrjá möguleika úr nýlegum
túlkunarfræðum sem öll leggja mikla áherslu á notkun orða fyrir hug-
myndasögulega greiningu. „Grundbegriff“ eða „grunnhugtak“ er orð sem
safnar á sig merkingu sem það fær í ákveðnu sögulegu samhengi þannig að
orð og hugtak verða eitt, og orðið verður óhjákvæmilegt fyrir umræður á
ákveðnu sviði;12 „explicit category“ eða „orðað hugtak“ er notað um orð
sem í ákveðnu samhengi, oft í deilu um yfirráð yfir sviði þekkingar, er
notað til að merkja hóp, skoðun eða safn skoðana á einhvern hátt – jákvætt
eða neikvætt – þannig að það verður óhjákvæmilegt að bregðast við þess-
ari orðuðu hugmynd í kjölfarið og deila um hana;13 „mot carrefour“ eða
10 Góð umfjöllun um mótun faggreina í fornöld (Grikklandi, Kína, indlandi og
Mesópótamíu) er hjá Geoffrey E. R. Lloyd, Disciplines in the Making. Cross-Cultural
Perspectives on Elites, Learning, and Innovation, Cambridge: Cambridge University
Press, 2009. Um muninn á „fræðum“ og „vísindum“ og um afmörkun fræðigreina
og vísindagreina sjá Kristján Árnason, „Um íslensk fræði“, Skírnir 2/2015, bls.
397–423.
11 Rannsóknin er auðvitað takmörkuð við varðveitta texta, sem eru aðeins brot af því
sem var ritað á sínum tíma. Rétt er að taka fram strax, þó ég komi að því hér á eftir
líka, að ég mun ekki bara byggja á þessum orðum heldur líka orðum af sama stofni:
filosof- og histor-.
12 Reinhart Koselleck, einn af aðalritstjórum handbókar um söguleg grunnhugtök
(Geschichtliche Grundbegriffe) sem kom út á árunum 1972–1997, er helsti kennismið-
ur grunnhugtaka sem tækis til að skrifa sögu hugmynda. Koselleck gefur skýra lýs-
ingu á aðferðinni í „A Response to Comments on the Geschichtliche Grundbegriffe“,
The Meaning of Historical Terms and Concepts. New Studies on Begriffsgeschichte, ritstj.
Melvin Richter og Hartmut Lehmann, Washington D.C.: German Historical
institute, 1996, bls. 59–70, hér bls. 64. Sjá líka J. G. A. Pocock, „Concepts and
Discourses. A Difference in Culture? Comment on a Paper by Melvin Richter“,
sama rit, bls. 47–58.
13 Þessi aðferð er oft kenndi við „Cambridgeskólann“ og Quentin Skinner, en fyrir
fornöldina hefur Geoffrey E. R. Lloyd helst þróað og beitt aðferðinni. Hún er
náskyld Begriffsgeschichte, nema hvað enskir hugmyndasagnfræðingar og heim-
eiRíkuR smáRi siguRðaRson