Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Side 43

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Side 43
42 Þetta rímar vel við það sem var til umræðu hér að framan. Í þriðja lagi: Það er áhugavert að sjá hér að þeir sem eru filosofoi, þ.e. unnendur visku (hvort sem orðið var notað um þá af Herakleitosi eða ekki), þurfa að rann- saka marga hluti – þurfa að vera histores. Það kemur hins vegar fram í öðru broti Herakleitosar (DK22B129; G22[F13] sem var til umræðu hér að framan) að það að læra og vita margt sé eitt og sér lítils virði. Annars staðar (DK22B40; G18[F10]) nefnir hann ljóðskáldið Hesíódos, sagnaritarann Hekataios og heimspekingana Pýþagóras og Xenófanes sem dæmi um menn sem lærðu mikið en skildu ekki neitt. Sú heimild um notkun orðsins filosofía sem er líklega elst er eitt af lyk- ilverkum sögu læknisfræðinnar, Frá læknislist til forna, og virðist vera frá því um 420.49 Í kafla 20 (1–2) segir: Sumir læknar og vitringar (ἰητροὶ καὶ σοφισταί) segja að það sé ómögulegt fyrir hvern þann sem ekki veit hvað maður (ἄνθρωπος) er að hafa þekkingu á læknislistinni heldur verði sá sem hefur í hyggju að lækna menn á réttan hátt að læra þetta. En þessi fræði (λόγος) þeirra leiða út í heimspeki (φιλοσοφίη) og þau tilheyra Empedóklesi eða öðrum sem hafa skrifað um náttúruna (φύσις), hvað maðurinn er frá grunni (ἀρχή), hvernig hann varð upphaflega til og úr hverju hann er saman settur. En mín skoðun er í fyrsta lagi þessi: allt það sem einhver læknir eða vitringur hefur sagt eða skrifað um nátt- úruna held ég að tilheyri síður læknislistinni (τῆι ἰητρικῆι τέχνηι) en skáldskapnum. Og ég held að skýra þekkingu á náttúrunni sé hvergi annars staðar að fá en frá læknislistinni (ἰητρική) og að það verði mögulegt að læra þetta þegar einhver hefur skilið læknislistina á réttan hátt. En þangað til virðist mér það fráleitt. Ég á við þessa þekkingu (ταυτὴν τὴν ἱστορίην), að vita hvað maðurinn er, af hvaða orsökum hann verður til og annað slíkt á nákvæman hátt. Þessi texti gefur mikilvæga innsýn í deilur um eðli þekkingar og um eðli vísindanna í fornöld. Deilan er dregin skýrum línum. Ég vek sér- 49 Mjög skiptar skoðanir hafa verið um aldur þessa verks og hefur umræðan litast af mati á því hvernig verkið tengist Platoni. Því hefur verið haldið fram að verkið sé yngra en lykilverk Platons en þá kenningu stendur varla nokkur við í dag. Sjá Jacques Jouanna, Hippocrate. De l’ancienne médecine ii, 1, Paris: Les belles lettres, 1990, bls. 84–85; 63–64 (og bls. 74–81 um tengslin við kenningar Platons) og Mark J. Schiefsky, Hippocrates. On Ancient Medicine, Leiden, Boston: Brill, 2005, bls. 63–4. Ég geng út frá því varfærna mati að verkið sé frá því um 420 en ekki mikið eldra. eiRíkuR smáRi siguRðaRson
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.