Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Side 43
42
Þetta rímar vel við það sem var til umræðu hér að framan. Í þriðja lagi:
Það er áhugavert að sjá hér að þeir sem eru filosofoi, þ.e. unnendur visku
(hvort sem orðið var notað um þá af Herakleitosi eða ekki), þurfa að rann-
saka marga hluti – þurfa að vera histores. Það kemur hins vegar fram í öðru
broti Herakleitosar (DK22B129; G22[F13] sem var til umræðu hér að
framan) að það að læra og vita margt sé eitt og sér lítils virði. Annars staðar
(DK22B40; G18[F10]) nefnir hann ljóðskáldið Hesíódos, sagnaritarann
Hekataios og heimspekingana Pýþagóras og Xenófanes sem dæmi um
menn sem lærðu mikið en skildu ekki neitt.
Sú heimild um notkun orðsins filosofía sem er líklega elst er eitt af lyk-
ilverkum sögu læknisfræðinnar, Frá læknislist til forna, og virðist vera frá
því um 420.49 Í kafla 20 (1–2) segir:
Sumir læknar og vitringar (ἰητροὶ καὶ σοφισταί) segja að það sé
ómögulegt fyrir hvern þann sem ekki veit hvað maður (ἄνθρωπος) er
að hafa þekkingu á læknislistinni heldur verði sá sem hefur í hyggju
að lækna menn á réttan hátt að læra þetta. En þessi fræði (λόγος)
þeirra leiða út í heimspeki (φιλοσοφίη) og þau tilheyra Empedóklesi
eða öðrum sem hafa skrifað um náttúruna (φύσις), hvað maðurinn
er frá grunni (ἀρχή), hvernig hann varð upphaflega til og úr hverju
hann er saman settur. En mín skoðun er í fyrsta lagi þessi: allt það
sem einhver læknir eða vitringur hefur sagt eða skrifað um nátt-
úruna held ég að tilheyri síður læknislistinni (τῆι ἰητρικῆι τέχνηι)
en skáldskapnum. Og ég held að skýra þekkingu á náttúrunni sé
hvergi annars staðar að fá en frá læknislistinni (ἰητρική) og að það
verði mögulegt að læra þetta þegar einhver hefur skilið læknislistina
á réttan hátt. En þangað til virðist mér það fráleitt. Ég á við þessa
þekkingu (ταυτὴν τὴν ἱστορίην), að vita hvað maðurinn er, af hvaða
orsökum hann verður til og annað slíkt á nákvæman hátt.
Þessi texti gefur mikilvæga innsýn í deilur um eðli þekkingar og um
eðli vísindanna í fornöld. Deilan er dregin skýrum línum. Ég vek sér-
49 Mjög skiptar skoðanir hafa verið um aldur þessa verks og hefur umræðan litast af
mati á því hvernig verkið tengist Platoni. Því hefur verið haldið fram að verkið
sé yngra en lykilverk Platons en þá kenningu stendur varla nokkur við í dag. Sjá
Jacques Jouanna, Hippocrate. De l’ancienne médecine ii, 1, Paris: Les belles lettres,
1990, bls. 84–85; 63–64 (og bls. 74–81 um tengslin við kenningar Platons) og Mark
J. Schiefsky, Hippocrates. On Ancient Medicine, Leiden, Boston: Brill, 2005, bls. 63–4.
Ég geng út frá því varfærna mati að verkið sé frá því um 420 en ekki mikið eldra.
eiRíkuR smáRi siguRðaRson