Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Page 56

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Page 56
55 leyst hugtakavanda með miklum ágætum en lent í þeim mun meiri ógöng- um hvað reynsluvanda varðar.24 Viðtök og hugtakið um vísindi Engin leið er að skilja spekimál Kuhns nema þekkja hugtakið „viðtak“ (e. paradigm). Eins og gefið var í skyn nær „viðtak“ merkingarblæbrigðum „paradigma“ býsna vel. Viðtak er í fyrsta lagi viðmið fyrir vísindi í mynd skóladæma um vísindalegar gátulausnir.25 Í öðru lagi er viðtakið hugtaka- kerfi sem markar hugsun vísindamanna braut á tilteknum tíma í tilteknu fagi. Auk þess eru viðtök viðteknar skoðanir (viðhorf), e.k. vísindahefðir á vissum tímaskeiðum í vissum fögum.26 Þau eru burðarás vísindanna að mati Kuhns enda „[…] uppspretta aðferða, verkefna og úrlausnarstaðla sem vísindamenn á hverjum tíma leggja blessun sína yfir.“27 Orðið „paradigmi“ er ættað úr málfræði og er í þeim fræðum notað m.a. um beygingardæmi. Til dæmis eru beygingarmyndir orðsins „hestur“ skóladæmi um beygingar ákveðins orðflokks á íslensku. Fjöldi orða til- heyrir flokknum og beygjast því eins og „hestur“. Af hverju eru viðtök grunneiningar vísindanna, en hvorki staðhæfingar um skynreyndir eins og raunspekingar héldu, né hrekjanlegar kenningar eins og Popper taldi? Að minni hyggju er svarið það að viðtak er víðfeðm- ara hugtak en hugtökin um skynreynd og kenningu, kenningar og reynslu- hættir eru afurðir viðtakanna (hér reyni ég að útlista það sem ég tel röklega byggt inn í kenningar Kuhns).28 Kenningin getur ekki verið grunneining 24 T.d. Larry Laudan, „A Problem-Solving Approach to Scientific Progress“, Scientific Revolutions, ritstj. ian Hacking, Oxford: Oxford University Press, 1991, bls. 144– 155. 25 Wittgenstein notar a.m.k. einu sinni orðið „paradigmi“ í svipaðri merkingu og „skóladæmi“ hjá Kuhn. Sýnishorn af tilteknum liti getur verið „paradigmi“ fyrir notkun á litarorðum í tilteknum málleikjum. Sjá Ludwig Wittgenstein, Philosophical Investigations, þýð. Elisabeth Anscombe, Oxford: Blackwell, 1958, bls. 25 (§50). Orðið „paradigmi“ kemur víðar fyrir hjá Wittgenstein, t.d. í tengslum við „mál- fræði“ málleikjanna, sjá sama rit, bls. 10 (§20). Það er alls ekki ósennilegt að Kuhn hafi fengið það að láni hjá Wittgenstein. 26 Hugtak Laudans um rannsóknarhefðir er skylt hugtakinu um viðtök. 27 Thomas Kuhn, The Structure of Scientific Revolutions, bls. 103. „[…] the source of the methods, problem-fields, and standards of solution accepted by any mature scientific community.“ Thomas Kuhn, Vísindabyltingar, bls. 230. 28 Hugtak Michels Foucault um þekkingarmót (fr. épistémè) er stofnskylt hugtakinu um viðtök. En hugtak Foucaults er mun víðfeðmara en „viðtak“, sérhvert þekk- ingarmót er grundvöllur allrar þekkingar í tilteknum menningarheimi á tilteknu ViðTöK OG VÍSiNDi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.