Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Síða 57

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Síða 57
56 vísindanna vegna þess að engin kenning er sjálfstæð eining. Sérhver kenn- ing er hluti af kenningakerfi, alltént ef trúa má kennisetningu Quines og Duhems. Þegar reynslan stríðir gegn kenningu getum við ekki vitað með vissu hvort hún sjálf er röng. Kannski er allt í himnalagi með hana en ekki bakgrunnskenningarnar, ómeðvitaðar forsendur okkar o.s.frv.29 Þegar öllu er til skila haldið þá reynir á hverja einustu skoðun okkar þegar kenning er prófuð, trú okkar á reynsluna og rökfræðina er ekki undanskilin. Skoðanir okkar mynda mikinn vef og er engum gefið að vita með vissu hvar vefurinn hefur trosnað. Kenningu er ekki hægt að meta í einangrun, meta verður hana sem hluta af kenningakerfi (vefi skoðana).30 Staðhæfingin getur heldur ekki verið þessi grunneining vegna þess að í huga Kuhns eru vísindi fremur virkni en safn staðhæfinga eða kenn- inga. Virknin gefur kenningum og staðhæfingum merkingu, án virkni geta hvorki kenningar né staðhæfingar verið til. En virkni þarf ekki endilega á staðhæfingum og kenningum að halda.31 Við má bæta: „[...]kenning öll er grá, og grænt er lífsins gullna tré“.32 Þetta segir Mefistóteles (djöfullinn) í Fást Goethes, hann segir líka „í upphafi var dáðin“.33 Kuhn gæti tekið undir þessi orð djöfsa þótt tæpast hafi hann selt sál sína eins og starfsbróðir hans, Jóhann Fást. Virkni krefst kunnáttu en hún verður ekki auðveldlega tjáð með tímabili. Michel Foucault, The Order of Things. Archaeology of the Human Sciences, þýðandi óþekktur, New York: Vintage Books, 1970, bls. 168 og víðar. Foucault talar ekki beinum orðum um ósammælanleika en erfitt er að skilja hann öðruvísi en svo að þekkingarmótin séu ósammælanleg. Foucault var undir áhrifum frá Koyré og Bachelard, rétt eins og Kuhn. Um tengsl Kuhns og franskrar vísindaheimspeki, sjá Gary Cutting, „Thomas Kuhn and the French Philosophy of Science“, Thomas Kuhn, ritstj. Thomas Nickles, Cambridge: Cambridge University Press, 2002, bls. 45–64. 29 Bakgrunnskenning getur verið sú kenning að tilraun með kenningu hafi verið rétt framkvæmd. Ómeðvituð forsenda getur verið sú trú að tilraunir séu ekki blekk- ingar. Kenningin, bakgrunnskenningarnar og ómeðvituðu forsendurnar mynda kenningakerfi. 30 Sjá t.d. Willard Van Orman Quine og J.S. Ullian, The Web of Belief. New York: Random House, 1970. Duhem, sem var franskur eðlisfræðingur, mun hafa sett þessa kenningu fram í byrjun síðustu aldar. Sjá t.d. Roger Ariew, „Pierre Duhem“, Stanford Encyclopedia of Philosophy, 2011, sótt 5. desember 2014 af http://plato.stan- ford.edu/entries/duhem/. 31 Hér útlista ég kenningar Kuhns, hann segir þetta hvergi beinum orðum en gæti hafa gert það. 32 Johann Wolfgang von Goethe, Fást. Sorgarleikur, þýð. Yngvi Jóhannesson, Reykja- vík: Bókaútgáfa Menningarsjóðs, 1972, bls. 87. 33 Sama rit, bls. 62. steFán snævaRR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.