Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Síða 57
56
vísindanna vegna þess að engin kenning er sjálfstæð eining. Sérhver kenn-
ing er hluti af kenningakerfi, alltént ef trúa má kennisetningu Quines og
Duhems. Þegar reynslan stríðir gegn kenningu getum við ekki vitað með
vissu hvort hún sjálf er röng. Kannski er allt í himnalagi með hana en ekki
bakgrunnskenningarnar, ómeðvitaðar forsendur okkar o.s.frv.29 Þegar öllu
er til skila haldið þá reynir á hverja einustu skoðun okkar þegar kenning er
prófuð, trú okkar á reynsluna og rökfræðina er ekki undanskilin. Skoðanir
okkar mynda mikinn vef og er engum gefið að vita með vissu hvar vefurinn
hefur trosnað. Kenningu er ekki hægt að meta í einangrun, meta verður
hana sem hluta af kenningakerfi (vefi skoðana).30
Staðhæfingin getur heldur ekki verið þessi grunneining vegna þess að
í huga Kuhns eru vísindi fremur virkni en safn staðhæfinga eða kenn-
inga. Virknin gefur kenningum og staðhæfingum merkingu, án virkni geta
hvorki kenningar né staðhæfingar verið til. En virkni þarf ekki endilega á
staðhæfingum og kenningum að halda.31 Við má bæta: „[...]kenning öll er
grá, og grænt er lífsins gullna tré“.32 Þetta segir Mefistóteles (djöfullinn)
í Fást Goethes, hann segir líka „í upphafi var dáðin“.33 Kuhn gæti tekið
undir þessi orð djöfsa þótt tæpast hafi hann selt sál sína eins og starfsbróðir
hans, Jóhann Fást.
Virkni krefst kunnáttu en hún verður ekki auðveldlega tjáð með
tímabili. Michel Foucault, The Order of Things. Archaeology of the Human Sciences,
þýðandi óþekktur, New York: Vintage Books, 1970, bls. 168 og víðar. Foucault talar
ekki beinum orðum um ósammælanleika en erfitt er að skilja hann öðruvísi en svo
að þekkingarmótin séu ósammælanleg. Foucault var undir áhrifum frá Koyré og
Bachelard, rétt eins og Kuhn. Um tengsl Kuhns og franskrar vísindaheimspeki,
sjá Gary Cutting, „Thomas Kuhn and the French Philosophy of Science“, Thomas
Kuhn, ritstj. Thomas Nickles, Cambridge: Cambridge University Press, 2002, bls.
45–64.
29 Bakgrunnskenning getur verið sú kenning að tilraun með kenningu hafi verið rétt
framkvæmd. Ómeðvituð forsenda getur verið sú trú að tilraunir séu ekki blekk-
ingar. Kenningin, bakgrunnskenningarnar og ómeðvituðu forsendurnar mynda
kenningakerfi.
30 Sjá t.d. Willard Van Orman Quine og J.S. Ullian, The Web of Belief. New York:
Random House, 1970. Duhem, sem var franskur eðlisfræðingur, mun hafa sett
þessa kenningu fram í byrjun síðustu aldar. Sjá t.d. Roger Ariew, „Pierre Duhem“,
Stanford Encyclopedia of Philosophy, 2011, sótt 5. desember 2014 af http://plato.stan-
ford.edu/entries/duhem/.
31 Hér útlista ég kenningar Kuhns, hann segir þetta hvergi beinum orðum en gæti
hafa gert það.
32 Johann Wolfgang von Goethe, Fást. Sorgarleikur, þýð. Yngvi Jóhannesson, Reykja-
vík: Bókaútgáfa Menningarsjóðs, 1972, bls. 87.
33 Sama rit, bls. 62.
steFán snævaRR