Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Page 59
58
Það er engin tilviljun að Kuhn sækir orðið „paradigm“ til málfræðinn-
ar, vísindaleg viðtök líkjast nefnilega tungumálinu á ýmsa lund. Til dæmis
grisja þau og skapa reynslu líkt og tungumál gera að mati þeirra fræði-
manna sem fylgja málhyggjunni,39 þ.e. kenningunni um að mál og sál, mál
og veruleiki, séu samofin (Kuhn virðist hafa verið málhyggjumaður, alla
vega á síðari hluta ferils síns). Mannfræðingarnir Franz Boas og Benjamin
Lee Whorf munu hafa haldið því fram að inúítar hafi ekkert orð yfir snjó
sem slíkan en tuttugu og tvö orð yfir ýmis blæbrigði snævar. Þessi orð séu
ekki almennilega þýðanleg á önnur tungumál, snævarmál inúítanna sé
ósammælanlegt við okkar tungu.40 Eigi málhyggjan við rök að styðjast má
ætla að tungumál þeirra grisji og móti reynslu af snjó með öðrum hætti
en önnur mál. En Kuhn nefnir hvergi þessa umdeildu kenningu Boas og
Whorfs en segist vera undir áhrifum frá Quine.41 Quine hugsar sér mál-
fræðing sem hittir mann í fjarlægu landi. Sá talar tungumál sem ekki er á
neinn hátt líkt neinu máli sem málfræðingurinn þekki. Hann rembist nú
að við að skilja atferli mannsins, ráða í rúnir þeirra hljóða sem hann lætur
frá sér. Allt í einu birtist kanína sem fer skógarstíg á fullu spani. Maðurinn
segir „gavagai!“ og endurtekur það í hvert skipti sem kanína birtist. Er
nú öruggt að „gavagai“ þýði „kanína“? Nei, svarar Quine, fullt eins gæti
„gavagai“ merkt „kanínuhlutir sem ekki hafa verið aðskildir“ eða „kanínu-
leiki á hreyfingu“ o.s.frv. Hin eina sanna þýðing er ekki möguleg, þýðingar
og túlkanir eru vansannaðar af staðreyndum. Því geti fleiri þýðingar eða
túlkanir verið í jafn góðu samræmi við sömu staðreyndir. Í raun og sann-
leik er allur skilningur okkar á yrðingum undir þessa sökina seldur. Við
getum aldrei verið viss um hvort við skiljum yrðingar annarra með sama
hætti og þeir sjálfir.42
39 „Málhyggja“ er nýyrði mitt og táknar víðara hugtak en enska orðasambandið
„linguistic idealism“. Menn geta verið bæði mál- og hughyggjumenn um leið en
einnig er hægt að vera bara málhyggjumaður og sleppa hughyggjunni. Kuhn og
Wittgenstein fylltu síðari flokkinn.
40 Þessi kenning mun mjög umdeild og á sér fáa formælendur á okkar dögum sam-
kvæmt Lauru Martin, „Eskimo Words for Snow. A Case Study in the Genesis
and Decay of an Anthropological Example“, American Anthropologist, New Series
2/1986, bls. 418–423.
41 Thomas Kuhn, The Structure of Scientific Revolutions, bls. vi, Thomas Kuhn, Vís-
indabyltingar, bls. 56.
42 Willard Van Orman Quine, Word and Object. Cambridge, Mass: M.i.T. University
Press, 1960, bls. 26–40.
steFán snævaRR