Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Blaðsíða 59

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Blaðsíða 59
58 Það er engin tilviljun að Kuhn sækir orðið „paradigm“ til málfræðinn- ar, vísindaleg viðtök líkjast nefnilega tungumálinu á ýmsa lund. Til dæmis grisja þau og skapa reynslu líkt og tungumál gera að mati þeirra fræði- manna sem fylgja málhyggjunni,39 þ.e. kenningunni um að mál og sál, mál og veruleiki, séu samofin (Kuhn virðist hafa verið málhyggjumaður, alla vega á síðari hluta ferils síns). Mannfræðingarnir Franz Boas og Benjamin Lee Whorf munu hafa haldið því fram að inúítar hafi ekkert orð yfir snjó sem slíkan en tuttugu og tvö orð yfir ýmis blæbrigði snævar. Þessi orð séu ekki almennilega þýðanleg á önnur tungumál, snævarmál inúítanna sé ósammælanlegt við okkar tungu.40 Eigi málhyggjan við rök að styðjast má ætla að tungumál þeirra grisji og móti reynslu af snjó með öðrum hætti en önnur mál. En Kuhn nefnir hvergi þessa umdeildu kenningu Boas og Whorfs en segist vera undir áhrifum frá Quine.41 Quine hugsar sér mál- fræðing sem hittir mann í fjarlægu landi. Sá talar tungumál sem ekki er á neinn hátt líkt neinu máli sem málfræðingurinn þekki. Hann rembist nú að við að skilja atferli mannsins, ráða í rúnir þeirra hljóða sem hann lætur frá sér. Allt í einu birtist kanína sem fer skógarstíg á fullu spani. Maðurinn segir „gavagai!“ og endurtekur það í hvert skipti sem kanína birtist. Er nú öruggt að „gavagai“ þýði „kanína“? Nei, svarar Quine, fullt eins gæti „gavagai“ merkt „kanínuhlutir sem ekki hafa verið aðskildir“ eða „kanínu- leiki á hreyfingu“ o.s.frv. Hin eina sanna þýðing er ekki möguleg, þýðingar og túlkanir eru vansannaðar af staðreyndum. Því geti fleiri þýðingar eða túlkanir verið í jafn góðu samræmi við sömu staðreyndir. Í raun og sann- leik er allur skilningur okkar á yrðingum undir þessa sökina seldur. Við getum aldrei verið viss um hvort við skiljum yrðingar annarra með sama hætti og þeir sjálfir.42 39 „Málhyggja“ er nýyrði mitt og táknar víðara hugtak en enska orðasambandið „linguistic idealism“. Menn geta verið bæði mál- og hughyggjumenn um leið en einnig er hægt að vera bara málhyggjumaður og sleppa hughyggjunni. Kuhn og Wittgenstein fylltu síðari flokkinn. 40 Þessi kenning mun mjög umdeild og á sér fáa formælendur á okkar dögum sam- kvæmt Lauru Martin, „Eskimo Words for Snow. A Case Study in the Genesis and Decay of an Anthropological Example“, American Anthropologist, New Series 2/1986, bls. 418–423. 41 Thomas Kuhn, The Structure of Scientific Revolutions, bls. vi, Thomas Kuhn, Vís- indabyltingar, bls. 56. 42 Willard Van Orman Quine, Word and Object. Cambridge, Mass: M.i.T. University Press, 1960, bls. 26–40. steFán snævaRR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.