Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Síða 61

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Síða 61
60 Menn geta ekki skilið þessa staðhæfingu nema þeir sjái skyldleika hug- taksins viðtaks við hugmynd Wittgensteins um málleiki. Að taka þátt í mál- leik er að breyta með vissum hætti. Ástæðan er sú að málleikir eru málbeit- ingarhættir, samofnir siðvenjum og lífsháttum.47 Ekki er til nein regla fyrir því hvernig reglu skuli beita, engin formúla er til fyrir hinni réttu beitingu reglna. Segjum nú að við teldum okkur hafa fundið reglu (R1) fyrir allri reglubeitingu. Þá yrðum við að finna reglu (R2) fyrir beitingu R1, reglu R3 fyrir beitingu R2 og svo koll af kolli. Við lendum í vítarunu, finnum aldrei hina hinstu, traustu reglu. Ennfremur staðhæfir Wittgenstein að reglur megi túlka og þeim beita á óendanlega marga mismunandi vegu: „Þessi var þversögn okkar: Enga stefnu athafna er hægt að ákvarða með gefnum reglum. Ástæðan er sú að sérhver stefna athafna getur talist vera í samræmi við reglurnar.“48 Í ofanálag skrifar hann: „Reglur einar nægja ekki til að skapa virknishátt, dæmi leika líka mikilvægt hlutverk. Reglur okkar loka ekki öllum dyrum heldur láta bakdyrnar standa opnar og virkn- ishættirnir verða að standa fyrir máli sínu sjálfir“.49 Athugið áhersluna á dæmi, samanber mikilvægi skóladæma í huga Kuhns. Alla vega er Wittgenstein þeirrar hyggju að ekki sé hægt að læra reglu- beitingu af bókum einum. Læra verði reglubeitingu með æfingu, t.d. með því að fylgja fordæmi annarra umhugsunarlaust. Við neyðumst til að fylgja reglum í blindni, af vana og í samræmi við hefðir. Ekki sé hægt að búa til reglur sem aðeins einn einstaklingur getur fylgt, hann geti aldrei vitað hvort hann fylgi reglunni rétt eða ímyndi sér það bara. Aðrir verði að geta gengið úr skugga um hvort hann beiti reglunni rétt. Málbeiting lúti reglum, því geti menn ekki búið til einkamál sem engum sé kleift að skilja nema þeim. Þegar allt komi til alls sé hið gefna lífshættir eða menning, ekki upplifun hugans.50 47 Ludwig Wittgenstein, Philosophical Investigations, bls. 6–7 (§11–12). 48 „This was our paradox: no course of action could be determined by a rule, because every course of action can be made out to accord with the rule.“ Sama rit, bls. 81 (§111). 49 „Not only rules, but also examples are needed for establishing a practice. Our rules leave loop-holes open, and the practice has to speak for itself.“ (Á þýska frummálinu talar Wittgenstein um bakdyr, „Hintertüre“, og tek ég tillit til þess í þýðingunni, hið enska „loop-holes“ er torþýddara). Ludwig Wittgenstein, On Certainty/Über Gewissheit, þýð. Elisabeth Anscombe, Oxford: Blackwell, bls. 21 (§139). 50 Ludwig Wittgenstein, Philosophical Investigations, bls. 81 (§ 201–202), bls. 226 (iixi) og víðar. steFán snævaRR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.