Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Síða 68

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Síða 68
67 svo er ekki eins og síðar mun koma í ljós. En hvað skyldi nú „fræðafylki“ merkja? Til að skilja þetta orð verða menn að vita að „matrix“ eða „fylki“ er hugtak úr stærðfræði sem spannar safn talna sem raðað er í dálka og línur. Þau (og þar með viðtökin) hafa fjóra þætti: 1) táknlegar alhæfing- ar (e. symbolic generalizations), 2) frumspekilegan þátt, 3) skóladæmisþátt (hann er mikilvægastur), 4) gildisþátt. Kuhn talar reyndar á einum stað um þrjár víddir fræðafylkja, táknlegar alhæfingar, líkön og skóladæmi.76 Við sjáum hér enn eitt dæmið um hve óskýr Kuhn getur verið í hugtaka- notkun. Stundum talar hann eins og hugtakið um fræðafylki eigi að koma í stað hugtaksins um viðtök. Á öðrum augnablikum gefur hann í skyn að fræðafylki sé ákveðin hlið viðtaka.77 Mér sýnist sú nálgun frjóust. Segja má að fræðafylkin séu leiðarþræðir fyrir framtíðarúrvinnslu úr viðtakinu. Hin hlið viðtaksins er kenningakerfið sem það hefur skapað og er meðal burðarása þess.78 Þess vegna kýs ég að slá fræðafylkjum og viðtökum í einn bálk og nota „viðtök“ yfir bæði. Víkjum nú að hinum einstöku þáttum fræðafylkjanna. Sem dæmi um táknlega alhæfingu má nefna lögmál Newtons „k = m*h“ („kraftur er massi sinnum hröðun“). Slík alhæfing eru sumpart skilgreining, sumpart tjáning á náttúrulögmáli. innan ramma hins newtonska fræðafylkis virkaði form- úlan í reynd sem skilgreining þótt vísindamennirnir teldu hana reynslutil- gátu. Sem skilgreining er hún röklega sönn og því óhrekjanleg, samanber það sem fyrr er sagt um að þættir viðtaka séu í reynd ekki prófanlegir.79 Viðtök hafa frumspekilega þætti sem eru hlutar þess sérstaka merkingar- heims sem sérhvert viðtak er. Sé enginn veruleiki algerlega handan málsins þá er ekki hægt að tala um viðfang vísinda sem sé algerlega óháð málleikj- um viðtakanna. Sérhvert viðtak er sérstakur heimur. Í Vísindabyltingum gaf Kuhn berlega í skyn að vísindamenn, sem hafi hver sitt viðtak, lifi í ólíkum 76 Sama rit, bls. 297. Ég held mig við fjórgreininguna m.a. vegna þess að það er auðveldara að lýsa meginhugmyndum Kuhns í ljósi hennar. 77 „Disciplinary matrix“ er ekki getið sem sjálfstæðs orðasambands í atriðisorðaskrá bókar Kuhns The Essential Tension. Þar er orðasambandið aðeins nefnt í sambandi við „paradigm as disciplinary matrix“ (Kuhn, „index“, The Essential Tension, bls. 361). Þetta bendir til þess að Kuhn hafi litið á fræðafylkin sem undirdeild í við- tökum því gera má ráð fyrir að hann hafi haft hönd í bagga með samningu atrið- isorðaskrárinnar. 78 Þessi aðgreining er innblásin af Richard Rorty, Philosophy and the Mirror of Nature, Princeton, N.J.: Princeton University Press, 1979, bls. 323. 79 Thomas Kuhn, The Structure of Scientific Revolutions, bls. 182–185, Thomas Kuhn, Vísindabyltingar, bls. 355–365. ViðTöK OG VÍSiNDi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.