Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Side 69

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Side 69
68 heimum. Beinum orðum sagði hann meðal annars: „ „[…] eftir byltingu er veröld vísindamannanna orðin önnur“.80 Sem dæmi um frumspekilega hlið viðtaka/fræðafylkja má nefna heims- mynd vélhyggjunnar (e. the mechanistic world view). Hún varð til á sautj- ándu öld og er enn við lýði. Samkvæmt henni er heimurinn eins og vél, t.d. risastórt úrverk. Sautjándualdar-vísindamaðurinn William Harvey stað- hæfði að hjartað væri pumpa, m.ö.o. ákveðin tegund af vél.81 Lítum á hugmyndina um skóladæmi. Þegar Galileo Galilei uppgötvaði lögmál fallsins gerði hann ýmsar tilraunir sem urðu að skóladæmum um hvernig ráða ætti gátur vísindanna.82 Starfsbræðrum Galileos þótti mikið til um hvernig hann breytti ytri kringumstæðum tilrauna sinna með kerf- isbundnum hætti í þeim tilgangi að skilja gangvirki náttúrunnar. Þannig fór hann að er hann reyndi að grafast fyrir um það hvernig hlutir myndu falla í lofttómu rúmi þar sem ekkert hindrar fallið. Áður höfðu menn látið sér nægja að skoða náttúruna á ókerfisbundinn máta og án þess að breyta ytri aðstæðum skipulega. Menn töldu rétt að kanna náttúruna eins og hún kæmi fyrir af skepnunni, ekki grípa inn í náttúruferlin líkt og Galileo gerði. Slík inngrip í náttúruna breyttu viðfanginu, sögðu þeir, og þar með væri ekki hægt að skoða það eins og það eiginlega er (þessar hugmyndir voru ættaðar frá Aristótelesi). En Galileo lagði grundvöll að nýju viðtaki með nýjum hugmyndum um hlutlægni. Hann tjáði eina þessara hugmynda með svofelldum orðum: „Mælið það sem mælanlegt er og gerið hið ómæl- anlega mælanlegt.“83 Þetta varð kjörorð hins nýja viðtaks, kjarninn í gild- ismati þess og forskriftum. Góð vísindi séu vísindi sem ástunda mælingar eða vinna úr þeim. Af þessu megi sjá að vísindin séu gegnsýrð gildismati og forskriftum, gagnstætt því sem raunspekingarnir héldu, staðhæfir Kuhn.84 Ég hef áður nefnt hugtakið um orðaforða sem Kuhn smíðaði á síðari árum sínum. Á allra hinstu árum sínum hætti hann að tala um viðtök en notaði í stað þess hugtökin um orðaforða og flokkunarkerfi.85 Vísindalegur 80 Thomas Kuhn, The Structure of Scientific Revolutions, bls. 135. „[...] after a revolution scientists live in a different world.“ Thomas Kuhn, Vísindabyltingar, bls. 280. 81 Gunnar Skirbekk og Nils Gilje, Heimspekisaga, þýð. Stefán Hjörleifsson, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 1999, bls. 234–235. 82 Sama rit, bls. 229–230. 83 Samkvæmt t.d. Olav Asheim, „Galilei“, Filosofi og vitenskapshistorie, ritstj. Asheim og Else Wiestad, Osló: Filosofisk institutt UiO, 2003, bls. 53–68, hér bls. 65. 84 Sjá t.d. Thomas Kuhn, „Objectivity, Value Judgment, and Theory Choice“, The Essential Tension, bls. 320–339. 85 „Hinstu árin“ eru árin eftir u.þ.b. 1980. steFán snævaRR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.