Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Side 70
69
orðaforði á hverjum gefnum tíma í gefnu fagi býður upp á sérstakt flokkun-
arkerfi. Nú telja vísindamenn hvali vera spendýr, áður fyrr voru þeir taldir
fiskar. Nútímavísindamenn líta svo á að skyldleiki og uppruni tegunda sé
afgerandi fyrir flokkun þeirra, fyrri tíma menn beindu sjónum sínum að
útliti dýranna. Orðaforðarnir gefa hugtökum um náttúrulegar tegundir
merkingu. Um leið eru orðaforðarnir ósammælanlegir, sama gildir því
um mismunandi máta að tala um náttúrulegar tegundir.86 Orðaforði og
flokkunarkerfi eru miðlæg í þessari hinstu viðtakakenningu Kuhns, þeirri
þar sem fræðafylki koma við sögu. Enda er talað um málhvörf (e. linguistic
turn) í síðspeki Kuhns, hann hafi í æ ríkari mæli beint sjónum sínum að
tungumálinu.87 Ég held reyndar að Kuhn hafi alltaf verið málhyggjumaður
í reynd þótt hann vísi fremur til skynjanasálfræði en málspeki í Structure.
Fyrr í þessari grein endurgerði ég viðtakshugtakið sem málrænt hugtak.
Ég tel að hugtakið hafi ævinlega haft þessa málrænu eiginleika þótt Kuhn
hafi ekki séð það skýrt fyrr en síðar á ferli sínum.
Alltént dró Kuhn talsvert í land hvað ósammælanleika varðar. Hann
sagði á síðari árum sínum að ekki væri rétt að telja viðtök svo róttækt
ósammælanleg að vísindamenn væru læstir inni í járnbúri viðtaka sinna.88
Við getum skilið tvö gagnólík viðtök með sama hætti og tvítyngdur maður
skilur bæði móðurmál sín til fullnustu. Samt sem áður getur hann ekki
þýtt allar setningar annars málsins yfir á hitt málið með nákvæmum hætti.
Hið sama gildir um tvö viðtök, sami maður getur skilið þau fyllilega vel
en samt eru þau óþýðanleg á mál hvors annars (köllum þetta „tvítyngisrök
Kuhns“).89 Hinn „síðari“ Kuhn sagði að það að stunda vísindi sé að finna
skilvirkustu aðferðirnar til að ráða gátur. Hugsum okkur að Villi vísinda-
maður segist taka kenningu X fram yfir kenningu Y með þeim „rökum“ að
X sé síður skilvirkt tæki til gáturáðninga. En þá er atferlið sjálfsskætt, hann
grefur undan eigin vísindastarfi. Gerum ráð fyrir að Valla vísindamaður
segi að hið sannvísindalega fag X sé ónákvæmara en hið ekki-vísindalega
fag Y, að öðru leyti séu þau þekkingarlega jafngild. Þá notar Valla hugtakið
86 Thomas Kuhn, „Hvað hefur gerst eftir Gerð vísindabyltinga?“, bls. 227–240.
87 Samkvæmt Paul Hoyningen-Huene, „On Thomas Kuhn’s Philosophical Signific-
ance“, Configurations 6, 1998, bls. 1–14.
88 Hann tekur þegar að draga í land í eftirmálanum að annarri útgáfu Structure sem
út kom árið 1970. Thomas Kuhn, The Structure of Scientific Revolutions, bls. 199.
Thomas Kuhn, Vísindabyltingar, bls. 383.
89 Thomas Kuhn, „Commensurability, Comparability, Communicability“, bls. 33–
57.
ViðTöK OG VÍSiNDi