Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Page 70

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Page 70
69 orðaforði á hverjum gefnum tíma í gefnu fagi býður upp á sérstakt flokkun- arkerfi. Nú telja vísindamenn hvali vera spendýr, áður fyrr voru þeir taldir fiskar. Nútímavísindamenn líta svo á að skyldleiki og uppruni tegunda sé afgerandi fyrir flokkun þeirra, fyrri tíma menn beindu sjónum sínum að útliti dýranna. Orðaforðarnir gefa hugtökum um náttúrulegar tegundir merkingu. Um leið eru orðaforðarnir ósammælanlegir, sama gildir því um mismunandi máta að tala um náttúrulegar tegundir.86 Orðaforði og flokkunarkerfi eru miðlæg í þessari hinstu viðtakakenningu Kuhns, þeirri þar sem fræðafylki koma við sögu. Enda er talað um málhvörf (e. linguistic turn) í síðspeki Kuhns, hann hafi í æ ríkari mæli beint sjónum sínum að tungumálinu.87 Ég held reyndar að Kuhn hafi alltaf verið málhyggjumaður í reynd þótt hann vísi fremur til skynjanasálfræði en málspeki í Structure. Fyrr í þessari grein endurgerði ég viðtakshugtakið sem málrænt hugtak. Ég tel að hugtakið hafi ævinlega haft þessa málrænu eiginleika þótt Kuhn hafi ekki séð það skýrt fyrr en síðar á ferli sínum. Alltént dró Kuhn talsvert í land hvað ósammælanleika varðar. Hann sagði á síðari árum sínum að ekki væri rétt að telja viðtök svo róttækt ósammælanleg að vísindamenn væru læstir inni í járnbúri viðtaka sinna.88 Við getum skilið tvö gagnólík viðtök með sama hætti og tvítyngdur maður skilur bæði móðurmál sín til fullnustu. Samt sem áður getur hann ekki þýtt allar setningar annars málsins yfir á hitt málið með nákvæmum hætti. Hið sama gildir um tvö viðtök, sami maður getur skilið þau fyllilega vel en samt eru þau óþýðanleg á mál hvors annars (köllum þetta „tvítyngisrök Kuhns“).89 Hinn „síðari“ Kuhn sagði að það að stunda vísindi sé að finna skilvirkustu aðferðirnar til að ráða gátur. Hugsum okkur að Villi vísinda- maður segist taka kenningu X fram yfir kenningu Y með þeim „rökum“ að X sé síður skilvirkt tæki til gáturáðninga. En þá er atferlið sjálfsskætt, hann grefur undan eigin vísindastarfi. Gerum ráð fyrir að Valla vísindamaður segi að hið sannvísindalega fag X sé ónákvæmara en hið ekki-vísindalega fag Y, að öðru leyti séu þau þekkingarlega jafngild. Þá notar Valla hugtakið 86 Thomas Kuhn, „Hvað hefur gerst eftir Gerð vísindabyltinga?“, bls. 227–240. 87 Samkvæmt Paul Hoyningen-Huene, „On Thomas Kuhn’s Philosophical Signific- ance“, Configurations 6, 1998, bls. 1–14. 88 Hann tekur þegar að draga í land í eftirmálanum að annarri útgáfu Structure sem út kom árið 1970. Thomas Kuhn, The Structure of Scientific Revolutions, bls. 199. Thomas Kuhn, Vísindabyltingar, bls. 383. 89 Thomas Kuhn, „Commensurability, Comparability, Communicability“, bls. 33– 57. ViðTöK OG VÍSiNDi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.