Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Qupperneq 89
88
Í túlkun sinni á sögu Kambódíu endurskapar Cixous pólitíska atburði í
smáatriðum, þótt hún veigri sér ekki við að gera breytingar sem þjóna skáld-
legum markmiðum. Í fyrsta hlutanum glímir Sihanouk við stjórnmálaátök
heima fyrir og afskipti erlendra ríkja. Hann varð konungur Kambódíu í síð-
ari heimsstyrjöld fyrir tilstuðlan nýlenduveldisins, Frakklands. Á fyrri hluta
6. áratugarins varð hann mun þjóðernissinnaðri og beitti sér opinberlega
fyrir endalokum nýlendustefnu Frakka í Kambódíu. Þegar Kambódía fékk
loks sjálfstæði árið 1953 áttaði Sihanouk sig á því að á tímum fjöldastjórn-
mála gæti hann ekki sem konungur öðlast lýðræðislegt umboð til að stjórna.
Því afsalaði hann sér konungsdómi, varð prins og þjóðhöfðingi og markaði
stefnu sem dregin er saman í leikritinu á kjarnyrtan hátt: Kambódía skyldi
vera „búddískt, hlutlaust og sjálfstætt konungsríki“.29
Þessi stefna var Bandaríkjamönnum, sem höfðu tekið við af Frökkum
sem tákn vestrænnar heimsvaldastefnu í indókína, ekki að skapi. Þeir litu
svo á að Sihanouk væri fulltrúi lénsveldis, kyrrstöðu og vanþróunar. Af
þeim sökum reyndu þeir að fá ráðandi öfl í viðskiptalífi og her Kambódíu
til liðs við sig í nafni nútímavæðingar. Sihanouk hélt stuðningi þessara
hópa þangað til leiðtogar þeirra, Lon Nol og Sirik Matak, boluðu honum
frá völdum. Í leikritinu er mikið gert úr árekstri sem skapaðist vegna gagn-
rýni Sihanouks á stefnu Bandaríkjanna. Hann birtist í spennuþrungnum
samræðum prinsins og bandaríska sendiherrans í Phnom Penh sem þjóna
þeim tilgangi að draga fram andstæður þjóðernishyggju og heimsvalda-
stefnu.30 Ein ástæða þess að Sihanouk sneri bakinu við Bandaríkjunum á
fyrri hluta 7. áratugarins var lítilsvirðing sendiherrans í hans garð. Í leikrit-
inu er t.d. margvísað í orð sendiherrans um að Kambódía sé „agnarsmátt
land“. 31 Sihanouk gekk svo langt að slíta tímabundið stjórnmálasamskipt-
um við Bandaríkin nokkru eftir að grein í vikuritinu Newsweek sakaði hann
um spillingu og móður hans ranglega um vændishúsarekstur.32
Kiernander heldur því fram að umfjöllun Cixous í Sihanouk sé ekki
frumleg vegna þess að bók Williams Shawcross, Sideshow: Kissinger, Nixon,
and the Destruction of Cambodia, og kvikmyndin Killing Fields taki sömu
atburði til umfjöllunar.33 Þessi túlkun er ótrúverðug. Texti Cixous spannar
29 Sama rit, bls. 35.
30 Sama rit, bls. 37.
31 Sama rit, bls. 57.
32 Sjá t.d. D.C. Pradhan, Foreign Policy of Kampuchea, London: Sangham Books, 1988,
bls. 132.
33 Adrian Kiernander, Ariane Mnouchkine, bls. 33.
iRma eRlingsDóttiR