Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Blaðsíða 92
91
á köflum. Kissinger er lýst sem „ofurskynsömum“ stríðsæsingamanni
sem er ekki kominn til Kambódíu til „að dreyma, heldur til að skoða,
meta og ákveða“.40 Eins og Saloth Sâr þá sér hann brýna þörf á „hreins-
unarstarfi“ í landinu; það þurfi að „sótthreinsa“ Kambódíu með því gera
loftárásir á „sníkjudýr“ á landamærasvæðum þar sem Norður-Víetnamar
höfðu komið sér upp „griðasvæðum“ til að koma vopnum og vistum til
bandamanna sinna í Suður-Víetnam. Orðfæri Kissingers er eins og tónlist
í eyrum bandarískra hershöfðingja. Í einum dekksta en jafnframt fyndn-
asta þætti leikritsins svarar einn þeirra, Abrahams, Kissinger, á þennan
hátt: „Ótakmarkað sprengjuregn á Kambódíu? Stórkostlegt! Jólin í júlí!“41
Hins vegar er varnarmálaráðherrann, Laird, holdgervingur andófs og and-
minnis innan Bandaríkjastjórnar.42 Hann er ekki aðeins andvígur því að
blekkja bandarískan almenning með því að halda loftárásum á Kambódíu
leyndum heldur einnig röksemdunum fyrir þeim. Í augum hans er verið að
„drepa sjúklinginn“ vegna mannfalls óbreyttra borgara.43
Cixous leggur áherslu á reiði Sihanouks í garð Bandaríkjamanna fyrir að
hafa stutt við bakið á valdaráninu gegn honum. Afleiðingin er sú að hann
neyðist til að segja skilið við hlutleysisstefnu sína og gera samning við djöf-
ulinn.44 Með stuðningi Kínverja ákveður Sihanouk að mynda útlagastjórn
með Rauðu khmerunum í þeim tilgangi að „frelsa“ Kambódíu.45 Eins og
vel kemur fram í leikritinu leit Sihanouk svo á að Rauðu khmerarnir væru
aðeins nytsamlegir sem mótvægi við hægri öflin. En bandalag hans var
byggt á sandi: Rauðu khmerarnir höfðu náð undir sig stórum landsvæð-
um í Kambódíu á sama tíma og hann var óvirkur í útlegð í Beijing. Þeir
vantreystu einnig prinsinum sem þeir sökuðu um að vera tækifærissinna
og iðjuleysingja. Hins vegar víluðu Rauðu khmerarnir ekki fyrir sér að
notfæra sér vinsældir hans í sveitunum til að afla sér stuðnings bænda.
Þar sem Cixous gerir enga tilraun til að ljá meirihluta þjóðarinnar,
bændunum, sérstaka rödd í Sihanouk verða frásagnir hennar af valdastétt-
um miðlægar í leikritinu. Lausn Ariane Mnouchkine í sviðsuppsetning-
unni var að koma fyrir 700 styttum sem áttu að vera tákn fyrir kambódísku
40 Sama rit, bls. 80.
41 Sama rit, bls. 139.
42 Sama rit, bls. 85.
43 Sama rit, bls. 141.
44 Sama rit, bls. 178.
45 William Shawcross, Sideshow: Kissinger, Nixon, and the Destruction of Cambodia, New
York: Simon & Schuster, 1979, bls. 126.
STJÓRNMÁL MiNNiNGA