Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Page 95

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Page 95
94 til að marka þáttaskil í sögu hins nýja lýðveldis.54 En þegar hann stend- ur eftir einn og yfirgefinn í lok borgarastríðsins neitar hann á sama hátt og Sihanouk á undan honum að ganga erinda Bandaríkjamanna í nafni kambódískrar þjóðernishyggju. Hann svarar bandaríska sendiherranum á þennan hátt í leikritinu: „Þetta er Kambódía! Land sem varð siðmenntað árþúsundum fyrr en þið! Gleymið því ekki! Látið okkur í hendur vopn og sparið ráðleggingarnar“.55 Tilraun hans til að storka heimsveldinu undir- strikar þó aðeins veika stöðu hans sjálfs. Rauðu khmerarnir eru við það að sigra á vígvellinum og hann hefur glatað stuðningi Bandaríkjamanna. Cixous endurskapar þá atburðarás sem varð til þess að stjórnvöld í Phnom Penh ákváðu í samráði við Bandaríkjastjórn að múta Lon Nol svo að hann segði af sér og opna fyrir samningaviðræður við Rauðu khmerana um vopnahlé. Enn og aftur tengir hún spillingu við „hreinsunarstarf“ sem allir þátttakendur í valdataflinu um Kambódíu töldu að væri nauðsynlegt til að útrýma henni. Rauðu khmerarnir voru vitaskuld öfgafyllsta dæmi þess. Sihanouk var fulltrúi flekkaðrar fortíðar, en til að komast undan stimpli spillingar notar hann einnig tungumál hreinsunar til að fordæma mútu- þægni Lon Nols sem varð til þess að hann sagði af sér. Hér væri um ekkert annað en „óhreint“ og ósmekklegt bragð Bandaríkjamanna að ræða. 56 Eins og Suramarit bendir á í leikritinu stóð Sihanouk frammi fyrir því óleysanlega vandamáli að vera of háður óáreiðanlegum utanaðkomandi öflum. Kínverjar hétu honum aðeins óbeinum stuðningi eftir að leiðir skildu með norður-víetnömskum kommúnistum og Rauðu khmerunum sem stóðu að lokum uppi með tögl og hagldir í Kambódíu. „Tækifærissinninn“ sem hafði stjórnað með því að sigla milli skers og báru, sá aðeins eina leið út úr svartnættinu: að Bandaríkjamenn, sem hann taldi réttilega að bæru ábyrgð á hlutskipti sínu, kæmu honum til valda á ný.57 En Bandaríkjamenn skárust ekki í leikinn eftir að kommúnistar tóku sér alræðisvald. Þótt Rauðu khmerarnir þyrmdu Sihanouk vegna stöðu hans á alþjóðavettvangi ætluðu þeir sér að útrýma áhrifum hans í Kambódíu. Eins og Pol Pot orðar það í Sihanouk: „Að ég vilji fóðra krókódíl sem rífur okkur á hol um leið og hann nær kröftum? Ég segi nei!“58 54 Sama rit, bls. 228. 55 Sama rit, bls. 252. 56 Arnold R. isaacs, Without Honor. Defeat in Vietnam and Cambodia, Baltimore, MD og London: Johns Hopkins University Press, 1999, bls. 267. 57 Hélène Cixous, L’Histoire terrible mais inachevée, bls. 282. 58 Sama rit, bls. 285. iRma eRlingsDóttiR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.