Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Síða 95
94
til að marka þáttaskil í sögu hins nýja lýðveldis.54 En þegar hann stend-
ur eftir einn og yfirgefinn í lok borgarastríðsins neitar hann á sama hátt
og Sihanouk á undan honum að ganga erinda Bandaríkjamanna í nafni
kambódískrar þjóðernishyggju. Hann svarar bandaríska sendiherranum á
þennan hátt í leikritinu: „Þetta er Kambódía! Land sem varð siðmenntað
árþúsundum fyrr en þið! Gleymið því ekki! Látið okkur í hendur vopn og
sparið ráðleggingarnar“.55 Tilraun hans til að storka heimsveldinu undir-
strikar þó aðeins veika stöðu hans sjálfs. Rauðu khmerarnir eru við það að
sigra á vígvellinum og hann hefur glatað stuðningi Bandaríkjamanna.
Cixous endurskapar þá atburðarás sem varð til þess að stjórnvöld í
Phnom Penh ákváðu í samráði við Bandaríkjastjórn að múta Lon Nol svo
að hann segði af sér og opna fyrir samningaviðræður við Rauðu khmerana
um vopnahlé. Enn og aftur tengir hún spillingu við „hreinsunarstarf“ sem
allir þátttakendur í valdataflinu um Kambódíu töldu að væri nauðsynlegt til
að útrýma henni. Rauðu khmerarnir voru vitaskuld öfgafyllsta dæmi þess.
Sihanouk var fulltrúi flekkaðrar fortíðar, en til að komast undan stimpli
spillingar notar hann einnig tungumál hreinsunar til að fordæma mútu-
þægni Lon Nols sem varð til þess að hann sagði af sér. Hér væri um ekkert
annað en „óhreint“ og ósmekklegt bragð Bandaríkjamanna að ræða. 56
Eins og Suramarit bendir á í leikritinu stóð Sihanouk frammi fyrir því
óleysanlega vandamáli að vera of háður óáreiðanlegum utanaðkomandi
öflum. Kínverjar hétu honum aðeins óbeinum stuðningi eftir að leiðir skildu
með norður-víetnömskum kommúnistum og Rauðu khmerunum sem
stóðu að lokum uppi með tögl og hagldir í Kambódíu. „Tækifærissinninn“
sem hafði stjórnað með því að sigla milli skers og báru, sá aðeins eina leið
út úr svartnættinu: að Bandaríkjamenn, sem hann taldi réttilega að bæru
ábyrgð á hlutskipti sínu, kæmu honum til valda á ný.57 En Bandaríkjamenn
skárust ekki í leikinn eftir að kommúnistar tóku sér alræðisvald. Þótt Rauðu
khmerarnir þyrmdu Sihanouk vegna stöðu hans á alþjóðavettvangi ætluðu
þeir sér að útrýma áhrifum hans í Kambódíu. Eins og Pol Pot orðar það í
Sihanouk: „Að ég vilji fóðra krókódíl sem rífur okkur á hol um leið og hann
nær kröftum? Ég segi nei!“58
54 Sama rit, bls. 228.
55 Sama rit, bls. 252.
56 Arnold R. isaacs, Without Honor. Defeat in Vietnam and Cambodia, Baltimore, MD
og London: Johns Hopkins University Press, 1999, bls. 267.
57 Hélène Cixous, L’Histoire terrible mais inachevée, bls. 282.
58 Sama rit, bls. 285.
iRma eRlingsDóttiR