Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Page 109

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Page 109
108 kjósum við að gleyma öðrum. Dæmi um minnisvarða og minnisstaði má finna í sögunum í Reimleikum í Reykjavík sem nú verða greindar út frá hug- myndinni um áþreifanleg áhrif menningarlega minnisins í borgarrýminu og hvernig það einkennist af reimleikum og vofulegri nálægð gleymdra og þaggaðra minninga. Alþingi: Átakaflötur í borgarrýminu Alþingishúsið, og reiturinn sem það stendur á, er lieu de mémoire eða minn- isvettvangur í skilningi Nora; staður sem þrunginn er táknrænni merkingu og áþreifanlegt sameiningartákn fyrir íslenska þjóð. En hinsvegar, og um leið og Austurvöllur sem staðsettur er fyrir framan þinghúsið er helsti vettvangur hátíðarhalda sem eiga að skapa einingu hjá þjóðinni, er hann einnig helsti staður pólitískra átaka í borginni. Alþingishúsið og svæðið í kringum það er því minnisstaður sem einkennist af mótsagnakenndri merkingu og togstreitu milli hins opinbera minnis annars vegar og þagg- aðra minninga hins vegar.28 Á undan draugasögunni frá Alþingishúsinu í Reimleikum í Reykjavík er birtur stuttur kynningartexti um sögu og arkitektónísk einkenni bygg- ingarinnar, sem ítrekar menningarlegt gildi og mikilvægi hennar í sögu Íslendinga, en hún var upphaflega reist árið 1881 og átti að minnast þús- und ára langrar búsetu í landinu.29 Draugasagan sem fylgir kynningartext- anum veitir nýtt og gotneskt sjónarhorn á annars rótgróinn stað í menn- ingarvitund borgaranna. Draugasagan byggir á fyrirbæri úr þjóðsagnaarfi Íslendinga sem, eins og Alþingishúsið, er mikilvægur minnisvettvangur í menningarlegu minni þjóðarinnar. Hún fjallar um unga fjölmiðlakonu sem vinnur frameftir eitt kvöldið í húsinu og ákveður fyrir forvitnissakir að skoða háaloft byggingarinnar. Þar upplifir hún hrollvekjandi stefnumót við draug, eða það sem í þjóðsögum er kallað „faðmlag við möru“, en 28 Guðmundur Hálfdanarson fjallar um Þingvelli sem minnisstað sem til hátíðar- brigða er þrunginn þjóðernislegri merkingu til að skapa einingu og koma í veg fyrir sundrung: „Á hátíðarstundum er þjóðin greinilega enn reiðubúin að gleyma saman því fjölmarga sem sundrar henni, og það er að mínu mati miklu fremur þessi vilji til að gleyma en lifandi minningar [...] sem heldur henni saman.“ „Þjóð og minningar“, Íslenska söguþingið 28. – 31. maí 1997 (Ráðstefnurit), ritstj. Guðmundur J. Guðmundsson og Eiríkur K. Björnsson, Reykjavík: Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands, 1998, bls. 354–365. 29 Steinar Bragi, „Alþingi“, Reimleikar í Reykjavík, bls. 20. veRa knútsDóttiR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.