Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Side 110

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Side 110
109 mara er gerð af vofu eða óvætti sem þjarmar að fólki í svefni.30 Með vís- uninni í þjóðasagnaarfinn dregur frásögnin upp mynd af byggingunni sem samræmist vel hinu opinbera gildismati menningarlega minnisins er lítur á Alþingishúsið sem sameiningartákn fyrir íslenska þjóð. Þá vísun má einnig túlka á annan veg. Hér er draugurinn kynntur sem fyrirbæri sem konunni stafar ógn af og stefnumótið við hann skilur eftir sig djúpstætt sár í sálarlífi hennar. Í skilningi Derrida er draugasagan hefð- bundin vestræn reimleikafrásögn og í andstöðu við afbyggingarhugmyndir reimleikafræði þar sem vofan snýr aftur með skilaboð sem lifendum ber siðferðileg skylda til að hlýða á og sinna. Sagan í Alþingishúsinu gefur ekki rými til hugleiðinga um af hverju draugurinn haldi til í þinghúsinu og ásæki starfsfólk þess. Þrátt fyrir það má ímynda sér að hann endurspegli einhvers konar ógn sem steðjar að húsinu og þeirri hugmynd sem það stendur fyrir, þ.e. sem sameiningartákn fyrir þjóðina. Hugmyndin um sjálfstæði og lýðræði þjóðarinnar verður að hornsteini í táknrænni merkingu Alþingihússins en jafnframt má segja að ólíkir hópar túlki þá merkingu með ólíkum hætti á ólíkum tímum. Á meðan draugasag- an lýsir reimleikum sem eiga sér stað í Alþinghúsinu, minnist hún ekkert á átakaflötinn fyrir framan húsið. Eins og fram hefur komið er Austurvöllur helsti vettvangur mótmæla í borginni og staður þar sem ólíkir hópar takast á og láta í sér heyra, m.a. til að minna á að Ísland er lýðræðisríki þar sem yfirvöld starfa í þágu almennings. Til marks um það má rifja upp mestu óeirðir sem orðið hafa á Íslandi þegar andstæðingar inngöngu þjóðarinnar í Norður-Atlantshafsbandalagið, NATÓ, tókust á við lögreglu þann 30. mars árið 1949. Í seinni tíð eru mótmæli búsáhaldabyltingarinnar í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008, einna eftirminnilegust, og höfðu þau áhrif að sitjandi ríkisstjórn sagði af sér og boðað var til kosninga. Íslendingar eru aftur á móti ekki sammála um gildi þeirra mótmæla og ólík sjónarmið um vægi búsáhaldabyltingarinnar kristallast í umræðunni um listaverk Santiagos Sierra, Svörtu keilunni, sem listamaðurinn kallar minnisvarða um borgaralega óhlýðni og reist var fyrir framan Alþingishúsið á Austurvelli í kjölfar sýningar hans í Listasafni Reykjavíkur árið 2012.31 Að sýningunni lokinni vildi listamaðurinn gefa borginni verkið með þeim skilyrðum að það yrði áfram haft á sínum stað. Ekki voru allir á eitt 30 „Mara“, Íslensk orðabók, ritstj. Árni Böðvarsson, Reykjavík: Forlagið, 2007. Sótt 8. desember 2015 á vefnum Snara.is, https://snara.is/. 31 Santiago Sierra, Svarta keilan, 180 cm steindrangi. Í eigu Listasafns Reykjavíkur, 2012. REiMLEiKAR Í REYKJAVÍK
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.