Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Page 112

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Page 112
111 Átökin um Austurvöll sýna hvernig ólíkir hópar samfélagsins leggja ólíka merkingu í hugtök á borð við „sjálfstæði“ og „lýðræði“ en sú ólíka merking byggir ekki síst á ólíkum minningum sem þó tengjast sama stað í borgarrýminu. Sá staður verður fyrir vikið að minnislegu átakasvæði þar sem tekist er á um menningarlegt minni, hvaða skilning beri að leggja í það og hvernig því eigi að miðla. Alþingishúsið og Austurvöllur verða að stöðum sem haldnir eru reimleikum, þar sem þaggaðar minningar ásækja hið opinbera menningarlega minni. Hér kallast þeir reimleikar á við sög- una um möruna sem táknar ógn á sama hátt og yfirvofandi mótmæli eru ógn við yfirvaldið sem hefur aðsetur í Alþingishúsinu. Móakotslind: Gleymska í borgarrýminu önnur sagan sem ég hef valið að fjalla um er töluvert frábrugðin þeirri fyrri. Hér fáum við ekki sögu í hefðbundnum skilningi heldur frásögn sem rifjar upp gleymdan stað í Reykjavík. Staðurinn var nánar tiltekið lind sem bar heitið „Móakotslind“ og þjónaði sem vatnsból. Hún var í Skuggahverfinu þar sem stór hluti bæjarbúa bjó við upphaf 20. aldar. Ólíkt öðrum vatnsbólum í Reykjavík var Móakotslind stutt frá mannabyggð en Matthías Einarsson læknir segir frá því í grein í Læknablaðinu frá árinu 1947 að peningshús og salerni voru rétt austan við lindina.37 Árið 1906 kom upp taugaveikifaraldur í Reykjavík sem lagði einn af hverjum hundrað íbúum bæjarins að velli. Í fyrstu töldu héraðslæknir og landlæknir að um væri að ræða venjulega „haust-taugaveiki“ en Matthías og fleiri læknar beittu þeirri læknisfræðilegu þekkingu, sem þeir höfðu aflað sér, til að sýna fram á samband heilsufars og umhverfisþátta og benda á að upptök veik- innar væri umrædd Móakotslind. Í fyrstu var ekki tekið mark á þeim en þegar Matthías kortlagði svæðið, þar sem taugaveikin hafði skotið rótum, merkti hvert heimili þar sem veikindi voru, fjölda sjúklinga, og síðast en ekki síst hvar hvert heimili sótti drykkjarvatn sitt, var ekki um að villast; Móakotslind var full af skólpi og öðrum óþverra og henni skyldi lokað.38 Í kjölfarið voru samþykkt lög um vatnsveitu í Reykjavík og reglur sem kváðu á um að vatnssalerni yrðu sett í hvert hús bæjarins. Frá þessu er sagt í Reimleikum í Reykjavík. Þar er lindinni lýst sem minnisstað, eða locus í skilningi Connertons, og vísað til þess að hún var 37 Matthías Einarsson, „Taugaveikin í Reykjavík 1906–1907“ Læknablaðið 6/1947, bls. 81–85, hér bls. 82. 38 Sama heimild, bls. 82–83. REiMLEiKAR Í REYKJAVÍK
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.