Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Side 116

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Side 116
115 greinar gerð höfundar um staðinn, og draugasögu hans, en aðalmarkmiðið virðist vera að komast að því hvort Margrét þjáist í eftirlífinu. Það sem er einna áhugaverðast við lýsingar miðilsins er hvernig hún gerir greinarmun á draugum og öndum. Eða eins og höfundur hefur eftir henni: „[…] ólíkt öndunum væru draugar fremur bundnir við tiltekna staði – oft bygging- ar – og af ýmsum ástæðum vildu þeir ekki halda ‚áfram‘“.46 Hér birtist áhugavert sjónarhorn á rými og hvernig óhlutbundin atriði, sem endur- speglast í tvíræðri formgerð draugsins, taka sér bólfestu í því. Eins og á við um minningar er hér litið svo á að draugar séu fyrst og fremst bundnir ákveðnu rými eða stað. Sú afstaða vekur upp hugmyndir um aðra nálgun á staðarminni og hér verður draugurinn að hentugu greiningartæki fyrir næstum því gleymda minningu, sem neitar með öllu að falla í gleymsku, og öðlast fyrir vikið vofulega nærveru á staðnum. Þrátt fyrir að túlka megi þá athöfn höfundarins, að fara með miðil í vofulegt rými, sem tilraun til að vekja upp drauginn, er sú athöfn ekki í samræmi við hugmyndir reim- leikafræðanna sem leggja áherslu á samtalið við drauginn. Hér er frekar lögð áhersla á að lýsa illu innræti hins látna geranda og því óréttlæti sem einkennir upplifun fórnarlambanna með þeim afleiðingum að til verður saga sem er mun áleitnari en venjuleg draugasaga. Þegar fórnarlömb séra Ágústs hófu að skýra frá ofbeldinu opinberlega, var skipuð nefnd af yfirvöldum til að rannsaka ásakanir nemenda hans um kynferðisofbeldi. Að rannsókn lokinni, gaf nefndin út veigamikla skýrslu sem opin er almenningi og má nálgast á internetinu. 47 Saga og minningar fórnarlambanna sem reifaðar eru í skýrslunni eru rifjaðar upp í Reimleikum í Reykjavík. Frásagnir skýrslunnar, og eins þær sögur sem birtust í fjöl- miðlaumræðu um málið, sýna hvernig Landakotsskóli verður að vettvangi tráma og að trámatískum minnisstað fyrir þá nemendur sem urðu fyrir ofbeldinu. Tráma vísar í upplifun eða lífsreynslu sem orsakað hefur heift- arlegt tilfinningaáfall og skapað djúpstætt sálrænt sár hjá einstaklingum.48 Því er einnig lýst sem tegund af minni sem einkennist af bælingu þar sem á sér stað aðgreining frá upplifuninni um leið og hún gerist og birt- 46 Sama heimild, bls. 71. 47 „Rannsóknarnefnd Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi. Skýrsla um viðbrögð og starfs- hætti kaþólsku kirkjunnar á Íslandi vegna ásakana um kynferðisbrot eða önnur of- beldisbrot vígðra þjóna og annarra starfsmanna kirkjunnar“, Reykjavík, 2. nóvember 2012, sótt 8. desember 2015 af http://rafhladan.is/bitstream/handle/10802/2717/ Skyrsla.pdf?sequence=1. 48 Roger Luckhurst, The Trauma Question, London og New York: Routledge, 2008, bls. 1. REiMLEiKAR Í REYKJAVÍK
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.