Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Side 118
117
ganga einar um opinber borgarrými.53 Connerton lýsir því hvernig heim-
ilið var ekki aðeins griðastaður konunnar heldur einnig starfsvettvangur
hennar og hvernig almennt var talið að konur ættu ekkert erindi í opinbert
rými borgarinnar.54 Hugmyndin um hættuna sem stafaði af því að vera ein
í opinberu rými þróaði djúpstæða félagsfælni hjá konum, jafnvel eftir að
þetta viðhorf varð úrelt, og varð til þess að þær gátu ekki hreyft sig eins
og aðrir þegnar samfélagsins, farið af heimilinu og gengið yfir auða götu
eða torg. Í þessu samhengi verður staðurinn að vettvangi fyrir trámatísk-
ar minningar, hefur ógnandi áhrif á hugveruna og skapar jafnvel andleg
sjúkdómseinkenni hjá henni.55 Í bókinni The Architectural Uncanny ræðir
Anthony Vidler um hvernig rými getur hámað í sig þjáðar sálir eða skapað
sjúklegt ástand hjá einstaklingum. Birtingarmyndir þess eru til að mynda
fóbíur á borð við innilokunarkennd og víðáttufælni þar sem rýmislegir eig-
inleikar kalla fram kvíða og djúpstæðan ótta.56 Í samhengi vofulega rým-
isins í Landakotsskóla, og eins í sumarbúðunum í Riftúni, eru það aftur
á móti minningarnar um hina trámatísku atburði sem taka sér bólfestu í
rýminu og skapa ótta og lamandi kvíða hjá einstaklingnum.
Landakotsskóli er skýrt dæmi um minnislegan átakaflöt sem hýsir
minningar ólíkra hópa og vísar um leið í ólíkar merkingar. Fyrir kaþólikka
á Íslandi verður hann hluti af heilögum stað og að sameiningartákni ein-
staklinga sem tilheyra þeim hópi. Þannig birtist opinber merking hans í
menningarlega minninu. En undir því yfirborði hvíla minningar sem for-
svarsmenn kaþólsku kirkjunnar vilja ekki viðurkenna né ræða um opinber-
lega. Í fjölmiðlaumræðu í lok árs 2015 kom fram að skýrslan, sem kom út
árið 2012, sýnir að kirkjan þaggaði ítrekað ofbeldið. Og á meðan Alþingi
hefur náð þverpólitískri sátt um að greiða fórnarlömbunum bætur er kirkj-
an ekki enn tilbúin að biðjast formlega afsökunar.57 Þöggun og afneitun
kirkjunnar eru sennilega af ýmsum rótum, en ein ástæðan gæti verið ótti
við að ofbeldismálin verði að opinberum minningum staðarins. En hvað
sem aðgerðum kirkjunnar líður verður tilvist þessara minninga ekki neit-
að. Þær gera Landakotsskóla enn fremur að minnisvettvangi hlöðnum
53 Paul Connerton, How Modernity Forgets, bls. 8.
54 Sama heimild, bls. 8.
55 Sama heimild bls. 9.
56 Anthony Vidler, The Architectural Uncanny, Essays in the Modern Unhomely, Massa-
chusetts/London: MiT Press, 1992, bls. 174.
57 Una Sighvatsdóttir, „Kaþólska kirkjan bara núll og nix“, Vísir.is, 6. desember 2015,
sótt 8. desember 2015 af http://www.visir.is/-katholska-kirkjan-bara-null-og-nix-/
article/2015151209140.
REiMLEiKAR Í REYKJAVÍK