Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Page 118

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Page 118
117 ganga einar um opinber borgarrými.53 Connerton lýsir því hvernig heim- ilið var ekki aðeins griðastaður konunnar heldur einnig starfsvettvangur hennar og hvernig almennt var talið að konur ættu ekkert erindi í opinbert rými borgarinnar.54 Hugmyndin um hættuna sem stafaði af því að vera ein í opinberu rými þróaði djúpstæða félagsfælni hjá konum, jafnvel eftir að þetta viðhorf varð úrelt, og varð til þess að þær gátu ekki hreyft sig eins og aðrir þegnar samfélagsins, farið af heimilinu og gengið yfir auða götu eða torg. Í þessu samhengi verður staðurinn að vettvangi fyrir trámatísk- ar minningar, hefur ógnandi áhrif á hugveruna og skapar jafnvel andleg sjúkdómseinkenni hjá henni.55 Í bókinni The Architectural Uncanny ræðir Anthony Vidler um hvernig rými getur hámað í sig þjáðar sálir eða skapað sjúklegt ástand hjá einstaklingum. Birtingarmyndir þess eru til að mynda fóbíur á borð við innilokunarkennd og víðáttufælni þar sem rýmislegir eig- inleikar kalla fram kvíða og djúpstæðan ótta.56 Í samhengi vofulega rým- isins í Landakotsskóla, og eins í sumarbúðunum í Riftúni, eru það aftur á móti minningarnar um hina trámatísku atburði sem taka sér bólfestu í rýminu og skapa ótta og lamandi kvíða hjá einstaklingnum. Landakotsskóli er skýrt dæmi um minnislegan átakaflöt sem hýsir minningar ólíkra hópa og vísar um leið í ólíkar merkingar. Fyrir kaþólikka á Íslandi verður hann hluti af heilögum stað og að sameiningartákni ein- staklinga sem tilheyra þeim hópi. Þannig birtist opinber merking hans í menningarlega minninu. En undir því yfirborði hvíla minningar sem for- svarsmenn kaþólsku kirkjunnar vilja ekki viðurkenna né ræða um opinber- lega. Í fjölmiðlaumræðu í lok árs 2015 kom fram að skýrslan, sem kom út árið 2012, sýnir að kirkjan þaggaði ítrekað ofbeldið. Og á meðan Alþingi hefur náð þverpólitískri sátt um að greiða fórnarlömbunum bætur er kirkj- an ekki enn tilbúin að biðjast formlega afsökunar.57 Þöggun og afneitun kirkjunnar eru sennilega af ýmsum rótum, en ein ástæðan gæti verið ótti við að ofbeldismálin verði að opinberum minningum staðarins. En hvað sem aðgerðum kirkjunnar líður verður tilvist þessara minninga ekki neit- að. Þær gera Landakotsskóla enn fremur að minnisvettvangi hlöðnum 53 Paul Connerton, How Modernity Forgets, bls. 8. 54 Sama heimild, bls. 8. 55 Sama heimild bls. 9. 56 Anthony Vidler, The Architectural Uncanny, Essays in the Modern Unhomely, Massa- chusetts/London: MiT Press, 1992, bls. 174. 57 Una Sighvatsdóttir, „Kaþólska kirkjan bara núll og nix“, Vísir.is, 6. desember 2015, sótt 8. desember 2015 af http://www.visir.is/-katholska-kirkjan-bara-null-og-nix-/ article/2015151209140. REiMLEiKAR Í REYKJAVÍK
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.