Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Síða 123

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Síða 123
122 veikindum sem birtust í annarri bók hennar, Úr sálarkirnunni. Sú bók er merkileg heimild um hvernig kona af lægri stétt stóð um miðbik tuttug- ustu aldar í stappi við skilningsleysi lækna og tókst sjálf á við veikindi sín og sársauka. Því verður haldið fram að hún hafi í ýmsu farið líkt að og þeir sem nýta sér hugræna atferlismeðferð áður en kenningar um hana náðu útbreiðslu hérlendis. Við greiningu verður leitað í smiðju hugrænna fræða en aðferðir þeirra hafa ekki verið notaðar áður á skrif Málfríðar um sárs- auka og veikindi.4 Slík fræði setja á oddinn að bókmenntafræði eigi ekki einungis að fást við texta heldur taka mið af hvernig hugarstarfsemi jafnt höfunda sem lesenda skapar þá og markar. Fyrir vikið nýtast þau einkar vel sem greiningartæki á sjúkdómsfrásögnum. Áður en fjallað verður um slík- ar frásagnir eftir Málfríði skal fyrst vikið að hugmyndum manna um hvað felst í sársauka, hvernig almennt er fjallað um það óáþreifanlega fyrirbæri og hvernig menn upplifa sársauka annarra. Hvað er sársauki? Erfitt getur verið að henda reiður á hvernig menn skilja sársauka enda birtist hann á margvíslegan hátt og einstaklingar upplifa hann misjafnlega.5 Gott er að hafa að leiðarljósi skilgreiningu Alþjóðlegra samtaka um rannsóknir á honum, The International Association for the Study of Pain (iASP), en hún er svohljóðandi: „Ónotaleg skyn- og tilfinningareynsla er tengd raunveru- legum eða hugsanlegum vefjaskemmdum eða lýst á sama hátt og slíkum skemmdum.“6 Í skilgreiningum iASP segir jafnframt að sársauki sé ætíð 4 Þess ber að geta að fjallað hefur verið um tilfinningaleg viðbrögð lesenda við textabroti eftir Málfríði Einarsdóttur úr Samastað í tilverunni þar sem stuðst var við hugræn fræði. Sjá Bergljót Soffía Kristjánsdóttir, Guðrún Steinþórsdóttir og Sigrún Margrét Guðmundsdóttir, „„mér fanst eg finna til“: um empírískar rannsóknir á bókmenntum og tvær kannanir á tilfinningaviðbrögðum við lestur frásagna“, Ritið 3/2015, bls. 83–111. 5 Útskýring Íslenskrar orðabókar á sársauka er fátækleg en þar eru gefin samheitin „verkur, kvöl, pína“. Svipað er uppi á teningnum ef litið er á orðið þjáning en það er skilgreint með orðunum „kvöl, sársauki“. Mörður Árnason, Íslensk orðabók, Reykjavík: Edda, 2002, bls. 1253 og 1824. 6 „An unpleasant sensory and emotional experience associated with actual or potential tissue damage, or described in terms of such damage.“ David B. Morris, „Narrative, ethics, and pain. Thinking with stories“, Narrative, 2001, bls. 55–77, hér bls. 57. Þess ber að geta að David B. Morris er prófessor emeritus í bókmenntafræði og hefur einkum fengist við rannsóknir á sársauka en meðal lykilverka hans er The Culture of Pain, Berkeley, Los Angeles og London: University of California Press, 1991. guðRún steinþóRsDóttiR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.