Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Qupperneq 127
126
Þú munt nú spyrja hvort fáránlegra sé og fávíslegra, atferli hinna
hálærðu doktora og sérfræðinga sem létu hin sjúku liðamót fá þá með-
ferð sem þeim var verst, eða roluskapur minn að láta þetta við gangast.
Því er að svara, að ég hélt að doktorarnir væru alvitrir og óskeikulir,
nokkurskonar páfar í sinni mennt. Og auðvitað eru þeir það.
Að endingu tók þessi hörmung enda, því allt tekur enda, en
gúlpurinn vildi ekki hjaðna og liðamótin ekki liðkast. Stundum hljóp
í mig dyntur að fara til lækna og spyrja þá, en þeir störðu galtómum
augum út í bláinn og svöruðu eins og vættur úr bergi (holum tóni):
„Þetta er fituæxli (gúlpurinn). Þetta er vöðvarýrnun“. Mér heyrðist
þeir tóna þetta. Stundum var engu svarað, nema símtólið lagt á.16
(Leturbreyting mín)
Frásögn Málfríðar vitnar um hvernig stéttaskiptingin birtist í samskiptum
lækna og sjúklinga en ekki síst hvernig hún lifir innra með sjúklingnum
sjálfum. Svipuð afstaða birtist einnig þegar hún bauð mönnum að lesa
grein sem hún hafði þýtt um nýtt berklalyf; enginn sýndi áhuga en fjórum
árum síðar var byrjað að nota lyfið með ágætum árangri.17 Vissulega ber að
hafa í huga að Málfríður segir frá eigin upplifun sem er vafalaust ólík upp-
lifun læknanna sem meðhöndluðu veikindi hennar. Þar sem dönsku lækn-
arnir komu á annan hátt fram við Málfríði en þeir íslensku er þó sennilegt
að kyn hennar og staða hafi fremur haft áhrif á hvernig veikindum hennar
var sinnt á Íslandi.18 Málfríður er ekki bara fátæk kona – hún er líka „skrýt-
16 Málfríður Einarsdóttir, Úr sálarkirnunni, bls. 41–42.
17 Sjá Málfríður Einarsdóttir, Úr sálarkirnunni, bls. 41–43 og 22–23.
18 Margt hefur verið skrifað um samskipti lækna og sjúklinga en margt bendir til þess
að kynjamunur hafi einatt haft áhrif á samskiptin. Niðurstöður rannsóknar sem
gerð var í Ástralíu árið 1976 leiddi í ljós að sömu sjúkdómseinkenni karla og kvenna
voru gjarnan meðhöndluð á gjörólíkan hátt þó að um sama lækni væri að ræða.
Læknar virtust oftar telja veikindi karla alvarlegri en sambærileg veikindi kvenna
og sinntu þeim þar af leiðandi betur. Amerísk rannsókn frá árinu 1979 leiddi í ljós
að læknar leituðu frekar margra sjúkdómseinkenna hjá körlum en hjá konum eða
könnuðu sjúkdómseinkennin nánar hjá körlum. Sjá Judith Gray, „The effect of the
doctor's sex on the doctor-patient relationship“, The Journal of the Royal College of
General Practitioners 3/1982, bls. 167–169. Í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar
var gerð stór bandarísk rannsókn á samskiptum lækna og sjúklinga sem leiddi í ljós
að viðtalstímar karllækna við karla voru almennt lengri en við konur. Einnig kom
fram að kvenlæknar gáfu sér lengri tíma til að ræða við sjúklinga en karllæknar. Sjá
Debra Roter, Mack Lipkin Jr. og Audrey Korsgaard, „Sex differences in patients'
and physicians’ communication during primary care medical visits.“ Medical care,
1991, bls. 1083–1093. Skömmu eftir aldamót var gerð eigindleg rannsókn þar
guðRún steinþóRsDóttiR