Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Page 131
130
heitið Svartapísl ævinlega sem sérnafn og þá staðreynd, ásamt því að annar
liður nafnsins vísar til sorta og hinn til kvala, má túlka svo að sársaukinn
sem píslin veldur sé sá versti sem Málfríður upplifir. Sérnafnið gefur einnig
til kynna að Svartapísl sé sjálfstæð vera, utanaðkomandi óvættur. Vert er að
minnast þess að orðið písl/píslir er tvírætt; þegar það merkir þjáningu er
það jafnaðarlega haft í fleirtölu en á hinn bóginn getur písl merkt litla og
mjóslegna mannveru. Kannski kýs Málfríður að nota orðið í eintölu þegar
hún ræðir um Svörtupísl vegna þess að hún á auðveldara með að gera sér
í hugarlund að hún sé að kljást við litla og mjóslegna óvætt en mikla þján-
ingu. Nafnið kemur þó stöku sinnum fyrir í fleirtölu, Svörtupíslir, sem
gæti bent til þess að þá sé ástandið sérlega slæmt.
Oftar en ekki er Málfríður samtímis hrjáð af þunglyndi og líkamlegum
verkjum. Í lýsingum á Svörtupísl jafnt sem öðrum kvölum grípur hún
gjarnan til árásarlíkinga eins og þeirra sem Scarry og Guðrún Lára ræða
um. Til dæmis koma þær fyrir í kaflanum „Þrek í þrautum“ en þar segir
Málfríður að Svartapísl eigi þátt í að viðhalda ýmsum eymslum sem kunni
að lagast þegar hún hverfur á braut:
Stundum heldur maður að þrekið sé lamað, það er þegar Svartapísl
og hnésbótamagnleysið leggjast á eitt um að reyna að fyrirkoma
mér. En takist að hrekja Svörtupísl (það geta galdrakonur einar)
þá getur hnésbótamáttleysi horfið einnig og er þá skammt í fullan
bata nema maður eitri fyrir sér hið andlega andrúmsloftið innan í
sjálfum sér með rógstöfum blöndnum táli, upprifjun ömurlegustu
atvika, messi þannig yfir sjálfum sér liðlangan daginn, það má kallast
„Svartamessa“.30
Þunglyndi og máttleysi eru samtvinnuð í texta Málfríðar, hún sér hvort
tveggja sem fjandmenn sem reyna í sameiningu að ryðja henni úr vegi.
inngangssögnin í texta Málfríðar er lykilatriði: „Stundum heldur maður að
þrekið sé lamað“ (leturbreyting mín). „Hnésbótamagnleysið“ sem leggst
á eitt með Svörtupísl til að hrjá Málfríði er með öðrum orðum upplifun,
reynsla af tilteknum vanmætti.
Algeng líking um þunglyndi er að tala um það sem „þyngsli“. Líkingin
birtist auðvitað í orðinu sjálfu, að vera þung-lyndur, en einnig er talað um
darkness“, Journal of social and clinical psychology 3/2004, bls. 347–351, hér bls.
348.
30 Málfríður Einarsdóttir, Úr sálarkirnunni, bls. 31–32.
guðRún steinþóRsDóttiR