Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Page 132
131
að mönnum sé þungt í huga eða sinni.31 Þyngslin vísa til þess að fólki finnst
það vera lamað eða máttlaust eða að einhver/eitthvað liggi ofan á því.
Málfríður sækir í þessa líkingu þegar hún segir að þrek sitt sé lamað. Með
öðrum orðum orkar hugarvílið ásamt hnésbótamagnleysinu þannig á hana
að hún á erfitt með allar hreyfingar. Málfríður bendir sjálf á að neikvæðar
hugsanir og sjálfsniðurrif geti viðhaldið Svörtupísl en það er beinlínis í
samræmi við þekkta kenningu sálfræðingsins Aarons T. Beck sem hélt því
einmitt fram að megineinkenni þunglyndis eða kjarni þess væru neikvæðar
skoðanir þess þunglynda á sjálfum sér og heiminum öllum.32
Í frásögninni segir Málfríður að „galdrakonur einar“ geti hrak-
ið Svörtupísl en um leið gefur hún hefðbundnum úrræðum samtímans,
eins og lyfja-, sálfræði- og raflostameðferðum langt nef. Þar sem íslenskir
læknar reyndust henni hvorki hjálpsamir né hliðhollir þarf ekki að koma á
óvart að hún leiti á önnur mið. Málfríður lætur ekki uppi hvaða galdrakon-
ur það eru sem geta hjálpað henni. En Guðný Ýr Jónsdóttir segir í fyr-
irlestri um Málfríði vinkonu sína að þær hafi iðkað þann leik sín á milli að
Málfríður hafi hringt til hennar þegar henni fannst sjóninni vera að hraka
og beðið hana um galdur til að viðhalda henni en Guðný hafi ætíð heitið
að senda henni galdurinn.33 Sé gert ráð fyrir að um sambærilegan „leik“
hafi verið að ræða þegar þunglyndið átti í hlut, er ljóst að Málfríður hefur
talið áhrifamestu lækninguna tengjast kátínu.34 Raunar minna meðferð-
31 Sjá Dagný Kristjánsdóttir, „Hugsýki“, bls. 340.
32 Sjá Aaron Beck, brot úr „Cognitive Therapy and Emotional Disorders“, The Nature
of Melancholy, ritstj. Jennifer Radden, Oxford, New York o.fl.: Oxford University
Press, 2000, bls. 314–323, hér bls. 320.
33 Sjá Guðný Ýr Jónsdóttir, Málfríður Einarsdóttir. Frábær rithöfundur og ógleyman-
leg persóna, óbirtur fyrirlestur fluttur í mars 2011. Frásögn Guðnýjar afhjúpar að
galdrakonurnar hafi verið vinkonur Málfríðar. Eftirtektarvert er að einungis konur
eru fengnar til að kveða niður Svörtupísl sem sjálf er kvenkyns. Þar með stillir Mál-
fríður ekki einvörðungu hefðbundnum lækningum á móti óhefðbundnum, heldur
konum gegn körlum; þunglyndið er kvenkyns og einungis á færi kvenna að kveða
það niður.
34 Það mætti líka leggja áherslu á „leik“ Málfríðar sem römmustu alvöru og halda þó
fast við svið hugrænna fræða en innan þeirra hafa menn á þessari öld ritað sitthvað
um galdur (e. magic), sjá t.d. Jesper Sørensen, „‘The Morphology and Function
of Magic’ Revisited“, Current Approaches in the Cognitive Science of Religion, ritstj.
ilkka Pyysiäinen og Veikko Anttonen, London og New York: Continuum, 2002,
bls. 177–202; sami, A Cognitive Theory of Magic, London og víðar: AltaMira Press,
2007; ilkka Pyysiäinen, Magic, Miracles, and Religion. A Scientist’s Perspective, Walnut
Creek og Lanham: AltaMira Press, 2004, bls. 90–112 og istván Czachesz, „Magic
and Mind. Toward a New Cognitive Theory of Magic, With Special Attention to
AF ALLRi PÍSL OG KVALRæði . . .