Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Blaðsíða 135
134
inum á fólki þegar það er fyndið eða þegar því finnst eitthvað fyndið.41
Eitt af því sem þar kemur við sögu eru svonefndir rammar. Rammar eru
þekkingarformgerðir sem fyrirfinnast í huganum á hverjum og einum og
innihalda skilning mannsins á „almennri skynsemi“; vegna þeirra kann
hann skil á ákveðnum atriðum, aðstæðum og viðteknum hefðum og gild-
um samfélagsins.42 Rammakenningin gerir ráð fyrir að húmor felist í
árekstri tveggja eða fleiri ramma. Menn hafa í kollinum ýmsar viðteknar
hugmyndir um tiltekið svið mannlífsins þar sem ákveðnar samfélagslegar
reglur gilda. Þessar viðteknu hugmyndir eða hugmyndarammar geta rekist
harkalega á aðra sem þeir lesa um í bók, sjá í kvikmynd eða heyra í sam-
tali. Slíkur árekstur rammanna getur kollvarpað fyrri hugmyndum eða sýn
manna á veruleikann – og það sem meira er, hann getur kallað fram hlát-
ur.43 Í einföldum húmor á borð við brandara kemur slíkur árekstur einkum
fram í lokasetningunni en þegar írónía á í hlut koma margir rammar hver á
fætur öðrum og rekast viðstöðulaust á frá upphafi til enda.44
Í frásögn Málfríðar blandast saman húmor og írónía en árekstur ramm-
anna rís af andstæðum. Lýsingin á höfuðmeiðslunum minnir í upphafi á
hefðbundna lýsingu á slysi og eftirköstum en írónían rís þegar Málfríður
segist ekki hafa átt „kost á öðrum haus“. Ramminn sem hún vekur upp
felur í sér að hægt sé að skipta um haus rétt eins og hægt er að bæta eða
skipta um „jarðneskar eigur“ ef þær skemmast eða glatast. Fyndnin felst í
því að Málfríður býr til nýjan ramma sem ýtir undir að lesandi hugsi um
manninn sem vél sem hægt er að skipta um varahluti í en ekki síst að hann
hugsi um ígræðslur hjarta og annarra undirstöðulíffæra sem verður absúrd
þegar kemur að hugmyndinni um að skipta um haus því það felur hálfpart-
inn í sér að skipta um persónu, sem virðist óhugsandi. Um leið hnykkir
lýsingin á „sérleika“ Málfríðar: hún er eins og hún er (sérvitur, öðruvísi,
veik, þunglynd) því hún hefur aldrei átt kost á að vera einhver önnur.
Upptalningin sem kemur í kjölfarið beinir líka spjótum að samfélaginu;
vondir skór og vondir bartskerar eru ekki bara fylgifiskar fátæktar heldur
41 Sjá Bergljót Soffía Kristjánsdóttir, „„Ég get ekkert sagt“: skáldskapur og hrun“.
Ritið 2/2011, bls. 53–66, hér bls. 56.
42 Sjá Victor Raskin, Semantic Mechanisms of Humor, Dordrecht: Reidel 1984, bls.
80–83.
43 Sjá David Ritchie, „Frame-Shifting in Humor and irony“, Metaphor and Symbol
4/2005, bls. 275–294, hér bls. 290–292.
44 Sjá Bergljót Soffía Kristjánsdóttir, „„Ég get ekkert sagt“: skáldskapur og hrun“,
bls. 57; Bergljót Soffía Kristjánsdóttir, „vegir sem stefna [...] beint út í hafsauga“,
Ritið 1/2015, bls. 29–56, hér bls. 30–33.
guðRún steinþóRsDóttiR