Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Side 138

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Side 138
137 stundirnar kvalræði, enginn staður sem flúið varð til, það er þetta sem franska skáldið (sem ég á ekkert í) er alltaf að lýsa, og segir ungmenni þau sem Fjandinn hefur náð á sitt vald, fremur kjósa sér slíka ólíðan en að verða að engu, þau sem skarta raunar fegurð sinni en eiga sér ekkert athvarf neins staðar nema hjá Fjandanum (eða eiturlyfjaspraut- unni). Svo fór hún. Hvorki varð ég því fegin né ófegin, en sá sem þetta voðaböl tók á sig eina nótt, lagði fæð á mig síðan að ég held, útskúf- aði mér. Samt hefði mér orðið óhægt að lifa öll árin síðan með ófreskj- una nagandi mig sí og æ. Ugglaust væri ég að verra en engu orð- in.53 Hér er Svörtupísl nákvæmar lýst en áður og enn betur kemur fram hvernig Málfríður sér þunglyndið fyrir sér sem utanaðkomandi veru, óvætti eða óvin. Óhugnanleg útlitslýsing Svörtupíslar undirstrikar enn frekar vanlíð- unina sem þunglyndið hefur í för með sér og hvernig hún gerir Málfríði ókleift að lifa hefðbundnu lífi. Henni er ómögulegt að njóta samvista við annað fólk og er þrátt fyrir allt aldrei óhult fyrir þunglyndinu. Í nákvæmri innskotssetningu bendir Málfríður sérstaklega á að eitt sinn hafi Svartapísl „gert árás“ á hana á Landsbókasafninu þar sem hún átti sér þó alla jafna griðastað. Lífseig kenning um þunglyndi er að það tengist íhugun og djúp- speki en það hefur oft verið talið merki um andlega yfirburði og skap- gerð hinna lærðu og gáfuðu.54 Upplýsingarnar sem Málfríður gefur orka því írónískar þar sem þunglyndið, lærdóms– og gáfnaeinkennið, kemur í veg fyrir að hún geti nýtt sér besta bókasafn landsins og aukið þekk- ingu sína. Ekki er nóg með það heldur orkar Svartapísl eins og helgibrjót- ur á Landsbókasafninu. Undir lok textans segir Málfríður að Svartapísl hafi skilið við sig um stund og hún hafi hvorki orðið því fegin né ófegin. Sú staðhæfing lýsir öðru fremur óhugnaði en það er í samræmi við áhrif Svörtupíslar sem lýst er: hún er með engan svip, gerir allt að engu/eyðistað og hvern mann marklausan. Semsagt Svartapísl vekur ekki geðshræringar heldur þurrkar þær út.55 53 Málfríður Einarsdóttir, Úr sálarkirnunni, bls. 33–34. 54 Sjá t.d. Jennifer Radden, The Nature of Melancholy. Oxford, New York o.fl.: Oxford University Press, 2000, hér bls. 9–12. 55 Í textanum vísar Málfríður í franskt skáld en gerir þó enga frekari grein fyrir hvaða skáld það er. Vísunin gæti verið í Charles Baudelaire (1821–1867) en hann orti gjarnan um þunglyndi sbr. ljóðið „Spleen“ sem í íslenskri þýðingu kallast „Ami“. AF ALLRi PÍSL OG KVALRæði . . .
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.