Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Side 149

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Side 149
148 Í félagsvísindum leiddu þær staðalímyndir sem fræðigreinarnar heim- færðu upp á kynin ýmist til þess að ekkert var fjallað um eðli og athafnir kvenna, því þær voru taldar eðlislægar, eða þeim var ranglega lýst. En fem- ínistar héldu því fram að samband kynjanna, ekki kynjamunur, væri helsta skýringin á aðstæðum kvenna. Það sem talið var kynjamunur var tekið til endurskoðunar með reynslurannsóknum sem leiddu í ljós að félagsleg staðaltengsl væru ástæða þess sem talið var „eðlilegt“ hversdagslíf kvenna. Til dæmis kom í ljós að daglegar athafnir kvenna í samfélögum þar sem konur voru „safnarar“ voru aðaluppspretta efnislegra bjargráða fyrir alla. Dagleg fæða í samfélögum veiðimanna og safnara var fyrst og fremst fræ, ber, grænmeti, rætur og lítil spendýr og fuglar sem konur veiddu. Í ljós kom að efnislegt framlag karlanna, „veiðimannanna“, var tiltölulega sjaldgæft; dagleg framfærsla valt ekki á því, eins og mannfræðingar höfðu haldið fram. Það voru konurnar, ekki karlarnir, sem voru helsta „fyrirvinn- an“. Hagfræðingar buðu hugmyndum um „vinnu“ birginn, svo sem þeim að hlutastörf, tímabundin og árstíðabundin störf kvenna; framleiðslu- og þjónustustörf þeirra á heimilinu; heimilisstörfin; „umönnunarstörf“ barna, ættingja og annarra sem þurftu á þeim að halda: kynlífsþjónusta þeirra; og störf þeirra fyrir sjálfboðasamtök, væru ekki talin til vinnu. (Þetta atriði er rætt nánar í þriðja kafla). Ennfremur byggðust flestar mannfræðirann- sóknir á athugunum karlkynsmannfræðinga og viðtölum þeirra við karla í samfélögum utan hins vestræna heims. Oft máttu konurnar í þessum sam- félögum ekki tala við karla utan fjölskyldunnar. Samt vissu þessir heim- ildamenn, eins og vestrænir kynbræður þeirra, gjarnan lítið um athafnir kvenna og félagsleg tengsl þeirra. Vestrænu fræðimennirnir og spyrlarnir höfðu tilhneigingu til að yfirfæra kynbundnar staðalímyndir hins vestræna heims á félagsleg tengsl í öðrum menningarsamfélögum. Stjórnmálafræðingar gerðu ráð fyrir því að „stjórnmál“ væru ekki annað en það sem menn fengjust við í þinghúsum ríkja og héraða eða í milliríkja- samskiptum. En gagnrýnendur bentu á að samband kynjanna á heimilum og vinnustöðum væri einnig fullkomið valda- og yfirráðasamband. Auk þess fylgdu konur ekki endilega sama kosningamynstri og eiginmenn þeirra eða feður, eins og hafði verið talið. Hagsmunir kvenna og karla voru ólíkir inni á heimilunum. Hagsbótum í þágu heimilanna eða í þágu „húsráðenda“ var ekki úthlutað jafnt. Þess vegna höfðu konur og karlar ólíkra hagsmuna að gæta í ýmsum opinberum málaflokkum. „Atkvæðisréttur kvenna“ reyndist hafa afgerandi áhrif á kosningaúrslit. Félagsfræðingar töldu að þau félags- sanDRa HaRDing
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.