Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Page 149
148
Í félagsvísindum leiddu þær staðalímyndir sem fræðigreinarnar heim-
færðu upp á kynin ýmist til þess að ekkert var fjallað um eðli og athafnir
kvenna, því þær voru taldar eðlislægar, eða þeim var ranglega lýst. En fem-
ínistar héldu því fram að samband kynjanna, ekki kynjamunur, væri helsta
skýringin á aðstæðum kvenna. Það sem talið var kynjamunur var tekið
til endurskoðunar með reynslurannsóknum sem leiddu í ljós að félagsleg
staðaltengsl væru ástæða þess sem talið var „eðlilegt“ hversdagslíf kvenna.
Til dæmis kom í ljós að daglegar athafnir kvenna í samfélögum þar sem
konur voru „safnarar“ voru aðaluppspretta efnislegra bjargráða fyrir alla.
Dagleg fæða í samfélögum veiðimanna og safnara var fyrst og fremst
fræ, ber, grænmeti, rætur og lítil spendýr og fuglar sem konur veiddu. Í
ljós kom að efnislegt framlag karlanna, „veiðimannanna“, var tiltölulega
sjaldgæft; dagleg framfærsla valt ekki á því, eins og mannfræðingar höfðu
haldið fram. Það voru konurnar, ekki karlarnir, sem voru helsta „fyrirvinn-
an“. Hagfræðingar buðu hugmyndum um „vinnu“ birginn, svo sem þeim
að hlutastörf, tímabundin og árstíðabundin störf kvenna; framleiðslu- og
þjónustustörf þeirra á heimilinu; heimilisstörfin; „umönnunarstörf“ barna,
ættingja og annarra sem þurftu á þeim að halda: kynlífsþjónusta þeirra; og
störf þeirra fyrir sjálfboðasamtök, væru ekki talin til vinnu. (Þetta atriði
er rætt nánar í þriðja kafla). Ennfremur byggðust flestar mannfræðirann-
sóknir á athugunum karlkynsmannfræðinga og viðtölum þeirra við karla í
samfélögum utan hins vestræna heims. Oft máttu konurnar í þessum sam-
félögum ekki tala við karla utan fjölskyldunnar. Samt vissu þessir heim-
ildamenn, eins og vestrænir kynbræður þeirra, gjarnan lítið um athafnir
kvenna og félagsleg tengsl þeirra. Vestrænu fræðimennirnir og spyrlarnir
höfðu tilhneigingu til að yfirfæra kynbundnar staðalímyndir hins vestræna
heims á félagsleg tengsl í öðrum menningarsamfélögum.
Stjórnmálafræðingar gerðu ráð fyrir því að „stjórnmál“ væru ekki annað
en það sem menn fengjust við í þinghúsum ríkja og héraða eða í milliríkja-
samskiptum. En gagnrýnendur bentu á að samband kynjanna á heimilum
og vinnustöðum væri einnig fullkomið valda- og yfirráðasamband. Auk þess
fylgdu konur ekki endilega sama kosningamynstri og eiginmenn þeirra eða
feður, eins og hafði verið talið. Hagsmunir kvenna og karla voru ólíkir inni
á heimilunum. Hagsbótum í þágu heimilanna eða í þágu „húsráðenda“ var
ekki úthlutað jafnt. Þess vegna höfðu konur og karlar ólíkra hagsmuna að
gæta í ýmsum opinberum málaflokkum. „Atkvæðisréttur kvenna“ reyndist
hafa afgerandi áhrif á kosningaúrslit. Félagsfræðingar töldu að þau félags-
sanDRa HaRDing