Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Page 158
157
getur nægt til þess að gagnrýnið sjónarhorn varpi nýju ljósi á viðfangs-
efnið.22
Hvernig sköpum við og nýtum þessa gagnrýnu fjarlægð svo að rann-
sóknin verði eins hlutlæg og mögulegt er? Eitt af því sem hefur reynst
vel er að innleiða þá fjölbreytni sem hefur vantað í rannsóknarsamfélög.
Jákvæð mismunun (e. affirmative action) getur veitt þessum samfélögum
vísindalegan og pólitískan ávinning rétt eins og þeim einstaklingum sem
hafa nýlega gengið til liðs við þau. Auðvitað koma ekki allar gerðir „fjöl-
breytni“ að haldi við þetta verkefni. Við þurfum ekki að bjóða þeim sem
trúa á yfirburði hvíta kynstofnsins eða karla eða nýnasistum inn í rann-
sóknarsamfélög til að stuðla að meiri þekkingarsköpun. Sjónarhorn þeirra
geta í sjálfu sér verið verðugt rannsóknarefni en við þekkjum nú þegar
allt of vel þær hugmyndir og þá aðferðafræði sem þeir beita og þær rann-
sóknarniðurstöður sem sjónarhorn þeirra leiða yfirleitt til. Reyndar eru
ráðandi rannsóknaviðmið of oft svo gegnsýrð af hugmyndum þeirra að
sterka hlutlægni þarf til að bera kennsl á þær. Það eru miklu fremur sjón-
arhorn hópa sem búa við efnahagslega, pólitíska og félagslega kúgun sem
geta fært rannsóknum dýrmæta og nýja innsýn. Sterk hlutlægni lítur þess
vegna á það sem vandamál að fjölbreytileiki sé gagnrýnislaust einskorð-
aður við mannslíkama – eða fjölmenningu – innan vísindasamfélaga. Þetta
er útbreidd afstaða meðal frjálslyndra hópa en þeir sjá ekki vísindalegt og
pólitískt gildi þess að hugsa út frá lífi undirokaðra hópa. Fjölbreytileiki
einn og sér gefur ekki fræðilegar forsendur til að greina mikilvægi þeirra
„sjónarmiða sem vantar“.23
önnur leið sem farin hefur verið er að mynda óhefðbundin rannsókna-
samfélög. Hreyfingar sem berjast fyrir félagslegu réttlæti hafa valið þessa
leið. Þessar tvær leiðir hafa oft sameinast innan bandarískra fræðastofnana.
Sjónarhorn fátækra, „minnihlutahópa“ af tilteknum kynþætti eða þjóð-
erni, fólks af annarri menningu, kvenna, kynbundinna minnihlutahópa
og fatlaðra eru ef til vill útbreiddustu sjónarhornin sem beitt hefur verið
22 Athugið að Kuhn benti á að rannsakendur sem eru vel þjálfaðir í einu vísindafagi
hafa oft nytsamlegt sjónarhorn á aðrar greinar. Thomas Kuhn, The Structure of
Scientific Revolutions.
23 Það er þó vanalega hvorki nauðsynlegt né fýsilegt að banna slíkar rannsóknir.
Gagnlegri er opin lýðræðisleg umræða á breiðum grunni um það hvers konar
rannsóknir þjóna best markmiðum lýðræðislegra fjölmenningarsamfélaga, sem er
eitt af meginþemum þessarar rannsóknar. Einnig ber að hafa í huga að takmörk
þess hvað telst eftirsóknarverð fjölbreytni fjarlægir umfjöllun þessarar bókar frá
yfirlýsingum um „fjölbreytni eina og sér“.
STERKARi HLUTLæGNi FYRiR GRASRÓTARVÍSiNDi